26. apríl 2012
Fundað var með fjölmiðlafulltrúum félaga í Pepsi-deild karla 2012 í vikunni. Starf þeirra á leikjum í Pepsi-deildinni verður sífellt mikilvægara með auknum fjölda miðla sem fjalla um deildina. Því er afar mikilvægt að fjölmiðlafulltrúarnir séu vel undirbúnir undir þetta krefjandi starf.
26. apríl 2012
Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins. Einn mikilvægur þáttur í þessu endurmati er að óska eftir upplýsingum frá leyfisumsækjendum um þessi atriði. Hvað fannst fulltrúum félaganna? Svör bárust frá 16 félögum af þeim 24 sem undirgengust leyfiskerfið að þessu sinni.
4. apríl 2012
Á fundi stjórnar KSÍ þann 8. mars síðastliðinn var samþykkt sérstaklega að heimila fimm leikvanga fyrir leyfisumsóknir félaganna sem þar leika, með ákveðnum skilyrðum vegna framfara varðandi aðstöðu áhorfenda. Þessi félög eru Fylkir, ÍBV og Selfoss í Pepsi-deild, auk BÍ/Bolungarvíkur og KA í 1. deild.
2. apríl 2012
Samkvæmt afgreiðslu leyfisráðs 13. og 22 mars á umsóknum félaga um þátttökuleyfi 2012 uppfylltu fimm félög ekki kröfu um menntun unglingaþjálfara. Þá skilaði eitt félag fjárhagslegum leyfisgögnum 16 dögum eftir lokaskiladag. Þessi félög voru því beitt viðeigandi viðurlögum.
29. mars 2012
Þó svo að þátttökuleyfi hafi verið gefin út af leyfisráði til handa öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið er vinnunni ekki lokið. Félögin þurfa nefnilega að sýna fram á að þau séu ekki í vanskilum vegna félagaskipta og vegna skuldbindinga við leikmenn, þjálfara og aðra 1. apríl.
22. mars 2012
Leyfisráð fundaði öðru sinni í yfirstandandi leyfisferli miðvikudaginn 21. mars og tók þá ákvarðanir um leyfisveitingu til þeirra félaga sem voru með útistandandi atriði á fyrri fundi ráðsins 13. mars. Þar með hafa leyfisumsóknir allra þeirra 24 félaga sem leika í efstu tveimur deildum karla verið samþykktar.
14. mars 2012
Leyfisráð fundaði síðast þriðjudag vegna og fór yfir umsóknir allra 24 leyfisumsækjenda í efstu tveimur deildum karla. Ákveðið var að gefa út þátttökuleyfi til 7 félaga í Pepsi-deild og 8 félaga í 1. deild.  Öðrum félögum var gefinn frestur til föstudags til að ganga frá útistandandi atriðum.
8. mars 2012
Öll 24 félögin sem leika í efstu tveimur deildum karla og undirgangast þar með leyfiskerfi KSÍ hafa nú skilað fjárhagsgögnum sínum. Þróttur R. skilaði sínum gögnum á miðvikudag og var hringnum þar með lokað.
5. mars 2012
Nú stendur yfir lokayfirferð leyfisgagna þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ og hyggjast leika í efstu tveimur deildum Íslandsmóts karla 2012. Lokaathugasemdir vegna fjárhagsþátta verða senda til félaganna í byrjun vikunnar ásamt því sem minnt verður á útistandandi athugasemdir vegna annarra þátta.
17. febrúar 2012
Fimm félög af þeim sem undirgangast leyfiskerfið hafa nú þegar skilað sínum fjárhagsgögnum. Þetta eru Víkingur Ó., Keflavík, Fram, Grindavík og Stjarnan. Það verður því nóg um að vera hjá leyfisstjórn á mánudag, sem er lokaskiladagur fjárhagsgagna.
15. febrúar 2012
Skiladagur fjárhagsgagna hjá þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið er mánudagurinn 20. febrúar. Flest félögin vinna nú hörðum höndum að því að klára gagnapakkann, en nú þegar hafa tvö félög skilað, Víkingur Ó. og Keflavík, sem skilaði sínum gögnum í dag.
1. febrúar 2012
UEFA hefur gefið út umfangsmikla skýrslu um stöðu félaga í efstu deildum í Evrópu. Skýrslan, sem nú er gefin út í fjórða sinn, er m.a. byggð á upplýsingum úr leyfisgögnum félaga (fjárhagsár 2010), en þó er fjallað um ýmis mál sem tengjast leyfiskerfinu ekki beint.
26. janúar 2012
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins.  Eins og síðustu ár tekur KSÍ yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2012 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum Valitor-bikarsins. 
18. janúar 2012
Leyfisstjórn hefur móttekið leyfisgögn allra leyfisumsækjendanna 24 sem leika í efstu tveimur deildum karla. Lokaskiladagur var mánudagurinn 16. janúar og voru öll félögin innan tímamarka. Víkingur Ólafsvík skilaði líka fjárhagslegum gögnum.
16. janúar 2012
Síðastliðinn fimmtudag var endurskoðendum félaga sem undirgangast leyfiskerfið boðið til fundar í höfuðstöðvum KSÍ. Með þessum fundi er reynt að kynna leyfiskerfið betur, beint til endurskoðenda, og ná þannig betra samræmi, fækka athugasemdum sem gerðar eru, og gera allt ferlið öruggara fyrir alla hagsmunaaðila.
14. janúar 2012
FH, Stjarnan, KR, ÍBV, ÍR, Þór og Fram hafa skilað leyfisgögnum sínum í vikunni og þar með hafa 16 af þeim 24 félögum (Pepsi-deild karla og 1. deild karla) sem undirgangast leyfiskerfið skilað sínum gögnum. Skilafrestur er til mánudagsins 16. janúar.
6. janúar 2012
Breiðablik og Fylkir hafa skilað fylgigögnum, öðrum en fjárhagslegum, með umsóknum sínum um þátttökuleyfi í Pepsi-deildinni 2012. Þar með hafa alls 9 félög skilað, fimm í Pepsi-deild og fjögur í 1. deild. Þetta er svipaður fjöldi og um sama leyti í fyrra, þegar 8 félög voru búin að skila, og sami fjöldi og 2010.
3. janúar 2012
Skiladegi leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, hefur verið ýtt aftur um einn dag, þar sem 15. janúar, sem er skiladagur samkvæmt leyfisreglugerð, kemur upp á sunnudegi. Skilafrestur fjárhagsgagna helst þó óbreyttur mánudaginn 20. febrúar.