Verslun
Leit
SÍA
Leit

23. desember 2011

KA-menn búnir að skila

Leyfisgögn KA hafa nú borist leyfisstjórn og þar með hafa alls sjö félög skilað fylgigögnum með leyfisumsóknum sínum, öðrum en fjárhagslegum. Fyrstu þrjú félögin til að skila komu úr Pepsi-deildinni, en nú hafa fjögur 1. deildarlið skilað sínum gögnum.

Leyfiskerfi

21. desember 2011

Nýliðarnir fyrstir að skila í 1. deild

Þrjú félög hafa skilað inn leyfisgögnum í 1. deild karla, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í deildinni sumarið 2012. Tvö þeirra, Tindastóll og Höttur, hafa aldrei áður undirgengist leyfiskerfið. Þriðja félagið er svo Fjölnir og öll skiluðu þessi félög í síðustu viku.

Leyfiskerfi

12. desember 2011

Fundað með fulltrúum leyfisumsækjenda 2012

Í síðustu viku var haldinn fundur með leyfisfulltrúum félaga sem seækja um þátttökuleyfi í efstu tveimur deildum karla sumarið 2012. Um er að ræða árlegan fund, þar sem farið er yfir ýmis mál tengd leyfiskerfinu og vinnuferli þess.

Leyfiskerfi

28. nóvember 2011

Valsmenn hafa skilað gögnum með leyfisumsókn

Valsmenn hafa nú skilað fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011 og hafa þar með þrjú Pepsi-deildarfélög skilað gögnum. Ekkert 1. deildarfélag hefur enn skilað, en lokaskiladagur er ekki fyrr en 15. janúar, þannig að enn er nægur tími til stefnu.

Leyfiskerfi

24. nóvember 2011

Keppnisleyfi, vallarleyfi og þátttökuleyfi

Skrifstofu KSÍ berast reglulega spurningar um hin ýmsu leyfi sem gefin eru út.  Leyfin eru sem sagt þrenns konar:  Keppnisleyfi, vallarleyfi og þátttökuleyfi.  Og um hvað snúast þessi leyfi þá, er þetta allt um sama hlutinn, er þetta allt í leyfiskerfinu?

Leyfiskerfi

21. nóvember 2011

Grindvíkingar búnir að skila leyfisgögnum

Grindavíkingar skiluðu til leyfisstjórnar á laugardag leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum.  Þar með hafa suðurnesjaliðin tvö í Pepsi-deildinni skilað, fyrst allra liða í ár, en Keflvíkingar skiluðu 15. nóvember.

Leyfiskerfi

15. nóvember 2011

Leyfisferlið fyrir 2012 hafið

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hafa þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2012 verið nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst.  Leyfisferlið telst því formlega hafið!

Leyfiskerfi

15. nóvember 2011

Keflvíkingar fyrstir til að skila leyfisgögnum fyrir 2012

Eins og kynnt var í frétt hér á síðunni í fyrri frétt hófst leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2012 einmitt í dag, 15. nóvember.  Keflvíkingar biðu ekki boðanna og skiluðu sínum leyfisgögnum, öðrum en fjárhagslegum, og eru þar með fyrstir til að skila í leyfisferlinu í ár.

Leyfiskerfi

2. nóvember 2011

Ný leyfisreglugerð samþykkt

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 27. október síðastliðinn nýja reglugerð fyrir leyfiskerfi KSÍ og tekur hún gildi frá og með leyfisferlinu sem hefst formlega þann 15. nóvember næstkomandi, þ.e. í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2012.

Leyfiskerfi

11. október 2011

Ein minniháttar athugasemd

Í ágúst síðastliðnum framkvæmdi fulltrúi SGS gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  SGS er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins (UEFA Licensing Audit). 

Leyfiskerfi

11. ágúst 2011

Árleg úttekt á leyfiskerfinu 15. ágúst

Í byrjun næstu viku kemur í heimsókn til KSÍ fulltrúi SGS, sem er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera árlega gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins.  Fulltrúi SGS mun skoða vel alla uppbyggingu leyfiskerfis KSÍ. 

Leyfiskerfi

10. maí 2011

Fundir með fjölmiðlafulltrúa og öryggisstjóra Breiðabliks

Leyfisstjóri fundaði með fulltrúum Breiðabliks í byrjun mánaðarins. Þessi fundur er liður í því að aðstoða félögin sem undirgangast leyfiskerfið og tryggja að þau uppfylli skilyrði um hæfni starfsmanna sem bera ábyrgð á þjónustu við fjölmiðla og málum tengdum öryggi og gæslu.

Leyfiskerfi

5. maí 2011

Könnun um fjárhagslega háttvísi

Tækniháskólinn í Chemnitz í Þýskalandi hefur leitað til knattspyrnusambanda í Evrópu vegna könnunar sem skólinn er að vinna vegna verkefnis UEFA um Fjárhagslega háttvísi (Financial Fair Play).  Leitað er álits knattspynuáhugafólks og stuðningsmanna um gjörvalla Evrópu.

Leyfiskerfi

7. apríl 2011

Engin vanskil 1. apríl

Félög sem undirgangast leyfiskerfið þurfa nú að staðfesta engin vanskil vegna félagaskipta leikmanna eða vegna launagreiðslna á tímabilinu janúar-febrúar-mars 2011.  Leyfisstjórn staðfestir móttöku gagna frá öllum 24 leyfisumsækjendum og gerir engar athugasemdir við þau.

Leyfiskerfi

28. mars 2011

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2011

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, að kröfu UEFA, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.  Svör bárust frá 18 félögum af þeim 25 sem undirgengust leyfiskerfið að þessu sinni.

Leyfiskerfi

25. mars 2011

Viðurlög vegna leyfiskerfis 2011

Samkvæmt afgreiðslu leyfisráðs á umsóknum félaga um þátttökuleyfi 2011 uppfylltu þrjú félög ekki kröfu um menntun unglingaþjálfara.  Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var fjallað um málið og var ákveðið að beita viðurlögum í samræmi við lið 8.1. í leyfisreglugerð KSÍ.

Leyfiskerfi

18. mars 2011

Öll félögin komin með þátttökuleyfi

Leyfisráð fundaði á fimmtudag og fór yfir leyfisgögn fjögurra félaga, sem gefinn hafði verið frestur til að ljúka útistandandi málum frá öðrum fundi ráðsins, síðastliðinn mánudag.  Félögunum fjórum var öllum veitt þátttökuleyfi. 

Leyfiskerfi

14. mars 2011

7 félögum veitt þátttökuleyfi

Leyfisráð fundaði í hádeginu í dag, mánudag, fór yfir leyfisgögn og tók ákvörðun um að veita 7 félögum þátttökuleyfi.  Áður hafði 13 félögum verið veitt leyfi á fundi ráðsins 8. mars síðastliðinn.  Fundi var frestað vegna ákvarðanatöku um fjögur félög.

Leyfiskerfi