9. mars 2011
Fyrsti fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2011 fór fram á þriðjudag.  Ráðið fór yfir leyfisgögn allra félaga og tók ákvörðun um að veita 13 umsækjendum af 24 þátttökuleyfi. Ákveðið var að gefa öðrum félögum frest til hádegis mánudaginn 14. mars til að klára útistandandi atriði, en þá kemur leyfisráð saman að nýju.
9. mars 2011
Leyfiskerfi KSÍ nær ekki til félaga í 2. deild karla, en engu að síður óskuðu Njarðvíkingar eftir því að undirgangast kerfið. Skemmst er frá því að segja að Njarðvík uppfyllir allar kröfur reglugerðarinnar sem gerðar eru til félaga í 1. deild karla.
3. mars 2011
Það líður að lokum leyfisferlisins fyrir keppnistímabilið 2011.  Leyfisumsækjendur hafa fengið lokaathugasemdir við gögn og vinna nú af kappi að úrbótum þar sem við á.  Leyfisráð kemur saman til ákvarðanatöku þriðjudaginn 8. mars kl. 17:00.
22. febrúar 2011
Lokaskiladagur fjárhagslegra leyfisgagna var mánudaginn 21. febrúar. Allir leyfisumsækjendur héldu sig innan tímamarka. Reyndar voru gögn fimm félaga póstlögð á mánudag, en sýni póststimpillinn 21. febrúar eru tímamörk uppfyllt.
15. febrúar 2011
FH varð þriðja Pepsi-deildarfélagið til að skila endurskoðuðum ársreikningi fyrir síðasta ár, ásamt fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni vegna keppnistímabilsins 2011. Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík höfðu áður skilað. Lokaskiladagur er 21. febrúar.
11. febrúar 2011
Grindvíkingar hafa skilað skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og fylgja þar með fast á hæla Keflvíkinga, sem voru fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila. Fjárhagsleg gögn eru ársreikningur með áritun endurskoðanda ásamt öðrum viðeigandi gögnum og staðfestingum.
10. febrúar 2011
UEFA hefur gefið út umfangsmikla skýrslu um stöðu félaga í efstu deildum í Evrópu. Skýrslan, sem nú er gefin út í þriðja sinn, er byggð á upplýsingum úr leyfisgögnum félaga (fjárhagsár 2009), en þó er fjallað um ýmis mál sem tengjast leyfiskerfinu ekki beint.
4. febrúar 2011
Keflavík hefur skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum, fyrst félaga í Pepsi-deild. Félag í efstu deild hefur aldrei áður skilað fjárhagsgögnum svo snemma, enda er skiladagur þeirra gagna að öllu jöfnu 20. febrúar, samkvæmt leyfisreglugerð.
25. janúar 2011
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar að taka yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2011 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum VISA-bikarsins.  Við þetta lækkar kostnaður félaganna um 30 milljónir króna.
19. janúar 2011
Leyfisgögn frá þremur félögum í 1. deild bárust KSÍ með póstinum á þriðjudag.  Póststimpillinn á öllum sendingunum sýndi að sendingardagur var 17. janúar, og því teljast þessi félög hafa skilað innan tímamarka.  Félögin þrjú eru BÍ/Bolungarvík, ÍA og Víkingur Ólafsvík.
17. janúar 2011
Öll félög í Pepsi-deild karla hafa nú skilað inn fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi í deildinni 2011. Stjarnan og Víkingur R. skiluðu gögnum sínum í dag, mánudag, og gögn Þórs bárust með pósti, en þau voru stimpluð á póstinum 13. janúar og telst það því skiladagur gagnanna.
17. janúar 2011
Sex félög í 1. deild hafa í dag, mánudag, skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi keppnistímabilið 2011.  Þrjú félög til viðbótar hafa sett gögn sín í póst og ef póststimpillinn sýnir 17. janúar teljast þau félög hafa skilað innan tímamarka.
14. janúar 2011
Selfyssingar, Eyjamenn og ÍR-ingar hafa skilað leyfisgögnum sínum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi keppnistímabilið 2011.  Þar með hafa þrjú 1. deildarfélög skilað og átta Pepsi-deildarfélög.  Lokaskiladagur er mánudagurinn 17. janúar.
12. janúar 2011
Á þriðjudag var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ sérstakur fundur um fjárhagskafla leyfisreglugerðar KSÍ.  Fundurinn var vel sóttur og endurskoðendur 16 af þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið mættu á fundinn, auk annarra fulltrúa félaganna. 
11. janúar 2011
Skilafrestur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, er til mánudagsins 17. janúar og var fresturinn framlengdur um tvo daga þar sem eiginlegur skiladagur samkvæmt leyfisferlinu kemur upp á laugardegi.  Nú þegar hafa 8 félög skilað leyfisgögnum.
7. janúar 2011
KA-menn hafa nú skilað fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2011, öðrum en fjárhagslegum. KA er það með fyrsta 1.deildarfélagið til að skila gögnum, en sjö félög í Pepsi-deild hafa skilað.
7. janúar 2011
Skiladögum leyfisgagna fyrir keppnistímabilið 2011 hefur verið ýtt eilítið aftar, þar sem þeir lenda báðir á helgi. Eflaust kemur þetta einhverjum leyfisumsækjendum vel, sem fá þarna smá aukafrest til að ganga frá viðeigandi gögnum áður en þeim er skilað til leyfisstjórnar.
3. janúar 2011
Breiðablik skilaði fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011 milli þann 30. desember. Um er að ræða gögn sem snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum. Þar með hafa 7 félög í Pepsi-deild skilað leyfisgögnum..