17. desember 2010
Þegar þetta er ritað hefur helmingur félaga í Pepsi-deild skilað fylgigögnum með leyfisumsókn, öðrum en fjárhagslegum.  FH skilaði sínum gögnum miðvikudaginn 15. desember og Fylkir skilaði síðan gögnum sínum í dag, föstudag.
14. desember 2010
KR-ingar skiluðu fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2011, öðrum en fjárhagslegum, á mánudag. Þar með hefur þriðjungur Pepsi-deildar félaga skilað gögnum, en áður höfðu Grindavík, Valur og Keflavík skilað.
13. desember 2010
Keflavík hefur skilað leyfisgögnum sínum öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2011.  Þar með hafa þrjú félag skilað gögnum, allt Pepsi-deildarfélög.  Keflvíkingar voru einnig þriðja félagið í þeirri deild til að skila gögnum fyrir síðasta keppnistímabil.
9. desember 2010
Leyfisfulltrúar þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2011 mættu til fundar í höfuðstöðvum KSÍ á miðvikudag. Farið var yfir helstu breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára og einnig voru ýmis hagnýt atriði tengd vinnu við undirbúning leyfisumsóknar rædd.
1. desember 2010
Njarðvík hefur óskað eftir því við leyfisstjórn að félagið gangist undir leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2011 með öllu sem því fylgir. Njarðvíkingar leika í 2. deild, en í þeirri deild er ekki keyrt leyfiskerfi og er þessi ósk merki um mikinn metnað félagsins.
19. nóvember 2010
Félögin sem undirgangast leyfiskerfið virðast ætla að halda uppteknum hætti frá síðasta ári hvað varðar skil á leyfisgögnum, og skila snemma.  Leyfisferlið hófst síðasta mánudag og á fimmtudag bárust gögn frá fyrstu tveimur félögunum - Grindavík og Val.
15. nóvember 2010
Samkvæmt Leyfisreglugerð KSÍ er hér með tilkynnt að leyfisferlið fyrir 2011 er hafið. MInnt er á að ný reglugerð hefur verið tekin til notkunar og verða breytingar milli ára kynntar á fundi formanna og framkvæmdastjóra á laugardag.
1. nóvember 2010
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum síðasta föstudag nýja leyfisreglugerð KSÍ. Í kjölfar samþykktarinnar hefur reglugerðin verið lögð fyrir UEFA og þegar það liggur fyrir verður reglugerðin gefin út og kynnt ítarlega fyrir aðildarfélögum KSÍ.
21. september 2010
Í vikunni fór fram gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ. Þessi úttekt SGS er árviss viðburður og síðustu tvö ár var engin athugasemd gerð við uppbyggingu leyfiskerfis KSÍ. Alls þarf KSÍ að uppfylla 40 forsendur í gæðahandbók leyfiskerfisins, sem UEFA gefur út.
14. september 2010
Þann 21. september kemur í heimsókn til KSÍ fulltrúi SGS, sem er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera árlega gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins. Skoðuð verður öll uppbygging leyfiskerfis KSÍ.
14. september 2010
Ísland er eitt þeirra 9 landa innan UEFA sem aldrei hefur synjað félagi um þátttökuleyfi og jafnframt hafa allar leyfisumsóknir verið afgreiddar á borði leyfisráðs, þannig að aldrei hefur komið til þess að kalla þyrfti saman leyfisdóm.
13. september 2010
Ómar Smárason, leyfisstjóri KSÍ, og Lúðvík Georgsson, formaður leyfisráðs, sóttu á dögunum árlega UEFA-ráðstefnu um leyfismál.  Á ráðstefnunni var kynnt ný leyfisreglugerð UEFA sem nær nú einnig til reglugerðar um fjárhagslega háttvísi (Financial Fair Play).
10. júlí 2010
Leyfisstjóri hefur fundað með 11 af 12 félögum í Pepsi-deild karla á fyrstu tveimur mánuðum keppnistímabilsins. Þessir fundir eru haldnir með það fyrir augum að tryggja að félögin uppfylli skilyrði um hæfni starfsmanna sem bera ábyrgð á þjónustu við fjölmiðla og málum tengdum öryggi og gæslu.
31. mars 2010
Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, að kröfu UEFA, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara. Svör bárust frá 19 félögum af þeim 24 sem undirgengust leyfiskerfið að þessu sinni.
23. mars 2010
Þrjú félög í 1. deild karla uppfylla ekki eingöngu allar lykilkröfur leyfisreglugerðarinnar fyrir félög í 1. deild, heldur uppfylla þau einnig allar lykilkröfur fyrir félög í Pepsi-deildinni.  Þessi félög eru HK, ÍA og Víkingur R.
23. mars 2010
Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fer fram í dag, þriðjudag. Á fundi ráðsins fyrir viku síðan var 6félögum var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum og afgreiðslu tveggja félaga var frestað um viku á meðan mannvirkjamál voru skoðuð.
23. mars 2010
Leyfisráð tók í dag fyrir leyfisumsóknir 8 félaga, þriggja félaga úr 1. deild karla og fimm félaga úr Pepsi-deild karla.  Félögin átta fengu öll þátttökuleyfi, en þremur félögum er þó veitt þátttökuleyfi með ákveðnum fyrirvörum um mannvirkjamál.
16. mars 2010
Fyrsti fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fór fram í dag, þriðjudag, og voru teknar fyrir umsóknir 24 félaga um þátttökuleyfi - 12 i Pepsi-deild og 12 í 1. deild.  Gefin voru út þátttökuleyfi til handa 16 félögum.