20. febrúar 2009
Njarðvíkingar hafa skilað inn fjárhagslegum leyfisgögnum sínum, þ.e. endurskoðuðum ársreikningi og viðeigandi staðfestingum. Njarðvíkingar leika í 2. deild, en taka engu að síður þátt í leyfisferlinu.
20. febrúar 2009
HK í Kópavogi hefur skilað fjárhagsgögnum sínum og hafa þá tvö félög í 1. deild skilað. Á meðal fjárhagsgagna er ársreikningur og ýmsar staðfestingar honum tengdar.
20. febrúar 2009
Selfyssingar hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009. Um er að ræða endurskoðaðan ársreikning við viðeigandi staðfestingum sem krafist er í leyfishandbók.
20. febrúar 2009
Fjárhagslegum leyfisgögnum rignir nú yfir leyfisstjórn. Leiknir í Breiðholti hefur skilað endurskoðuðum ársreikningi með viðeigandi staðfestingum og hafa þar með fjögur félög í 1. deild skilað gögnum.
20. febrúar 2009
Víkingur Reykjavík hefur nú skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum og þar með hafa fimm félög í 1. deild skilað. Áður höfðu Haukar, HK, Leiknir og Selfoss skilað.
20. febrúar 2009
Alls hafa nú 10 félög af þeim 24 sem undirgangast leyfiskerfið skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2009. Nú síðast skiluðu KR-ingar sínum gögnum.
20. febrúar 2009
Þróttur hefur nú skilað sínum fjárhagsgögnum og þar með hefur helmingur félaga í efstu deild skilað, 6 af 12 félögum. Enn er von á gögnum frá þó nokkrum félögum og verður fylgst með gangi mála hér á ksi.is.
20. febrúar 2009
Hinir grænklæddu Breiðablikar úr Kópavogi hafa skilað endurskoðuðum ársreikningi sínum til leyfisstjórnar. Þá hafa 7 af 12 félögum í efstu deild skilað og listinn styttist.
20. febrúar 2009
ÍBV og ÍA hafa póstað sína fjárhagslegu leyfisgögn í dag, samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar, og ættu þau því að berast strax eftir helgi. Þar með hefur verið gert grein fyrir gögnum 15 af 24 félögum.
20. febrúar 2009
Leyfisstjórn hefur veitt Akureyrarliðunum Þór og KA frest til þriðjudags til að skila fjárhagslegum gögnum, þ.e. endurskoðuðum ársreikningi ásamt viðeigandi fylgigögnum og staðfestingum.
20. febrúar 2009
Fram óskaði eftir því við leyfisstjórn að félaginu væri veittur aukinn skilafrestur á fjárhagslegum leyfisgögnum. Leyfisstjórn féllst á beiðnina og framlengdi skilafrest Fram til þriðjudagsins 24. febrúar.
20. febrúar 2009
Fylkismenn og Grindvíkingar hafa fengið frest til þriðjudagsins 24. febrúar til að skila inn fjárhagslegum leyfisgögnum. Þar með hefur fjórum félögum verið veittur frestur til þess dags til að skila gögnum.
20. febrúar 2009
Fjölnismenn hafa skilað sínum fjárhagslegum leyfisgögnum og eru þeir þar með 8. félagið í efstu deild til að skila. Gögn ÍBV eru farin í póst samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar.
20. febrúar 2009
Fjárhagsgögn Aftureldingar, sem eru nýliðar í leyfiskerfinu, hafa nú borist leyfisstjórn og þar með hafa gögn 7 félaga borist. Gögn ÍA, Fjarðabyggðar og Víkings Ólafsvík hafa verið póstuð.
20. febrúar 2009
20. febrúar er stór skiladagur í leyfiskerfinu, en það er lokaskiladagur fjárhagslegra leyfisgagna. Sá dagur er í dag. Fimm félög hafa þegar skilað fjárhagsgögnum sínum - FH, Keflavík, Stjarnan, Valur og Haukar.
20. febrúar 2009
Víkingar í Ólafsvík hafa póstað fjárhagsleg leyfisgögn sín, endurskoðaðan ársreikning ásamt fylgigögnum, skv. upplýsingum leyfisstjórnar, og ættu þau því að berast KSÍ strax eftir helgi.
20. febrúar 2009
Fjarðabyggð, sem leikur í 1. deild, hefur póstað fjárhagsleg leyfisgögn sín, og ættu þau því að berast strax eftir helgi. Fjárhagsleg gögn eru m.a. endurskoðaður ársreikningur og ýmsar staðfestingar honum tengdar.
17. febrúar 2009
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar nýja reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga og breytingar á reglugerð KSÍ um aga – og úrskurðarmál og reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.