Verslun
Leit
SÍA
Leit

15. júlí 2009

Fundir með fjölmiðlafulltrúum og öryggisstjórum félaga 2010

Á fyrstu vikum Íslandsmótsins hefur leyfisstjóri KSÍ heimsótt félögin í Pepsi-deildinni og stutt félögin í að uppfylla kröfur leyfisreglugerðarinnar varðandi þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðlafulltrúa og öryggisstjóra.  Hér að neðan má sjá yfirlit yfir heimsóknirnar og hvaða aðilar tóku þátt.

Leyfiskerfi

8. júní 2009

Í sérstökum starfshópi um leyfismál

Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, hefur verið skipaður í sérstakan starfshóp á vegum UEFA, sem hefur það hlutverk að skoða ýmis mál tengd leyfiskerfinu í Evrópu og koma með tillögur að úrbótum þar sem við á.

Leyfiskerfi

17. maí 2009

Kynningarfundir um dómgæslu og knattspyrnulögin

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ verður leyfisumsækjandi að sýna fram á fulltrúar hans hafi sótt fundi eða kynningu um dómgæslu og knattspyrnulögin á vegum KSÍ á undangengnu ári.  Fyrr í þessum mánuði stóð KSÍ fyrir slíkum fundum.  Sá fyrri fór fram í Reykjavík 6. maí og sá síðari á Akureyri 10. maí.

Leyfiskerfi

17. apríl 2009

Öryggisstjórar og fjölmiðlafulltrúar á námskeiði

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröð KSÍ 2009 var haldinn síðastliðinn þriðjudag og var hann vel sóttur.  Um 50 manns sátu fundinn þar á meðal öryggisstjórar og fjölmiðlafulltrúar þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið, og gilti þessi fundur því sem námskeið í viðkomandi starfi samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ.

Leyfiskerfi

24. mars 2009

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2009

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, þar sem farið er yfir alla þætti og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.  Mikilvægur liður í þessu er ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda.

Leyfiskerfi

17. mars 2009

Annar fundur leyfisráðs í dag

Leyfisráð fundar í dag og er þetta annar fundur ráðsins í leyfisferlinu fyrir komandi keppnistímabil.  Á fyrri fundi ráðsins voru þátttökuleyfi gefin út til 16 félaga en 8 félögum var gefinn vikufrestur til að klára útistandandi mál.

Leyfiskerfi

17. mars 2009

Félögunum 8 veitt þátttökuleyfi

Á fundi leyfisráðs fyrir viku síðan var 8 félögum gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi málum vegna leyfisumsóknar fyrir keppnistímabilið 2009.  Það hafa þau gert og uppfylla nú allar A-forsendur fyrir viðkomandi deild.

Leyfiskerfi

17. mars 2009

Þrjú félög í 1. deild uppfylla allar kröfur fyrir félag í efstu deild

Leyfisstjóri gaf sérstaka skýrslu á fundi leyfisráðs í dag, þriðjudag, um það hvaða félög í 1. deild uppfylltu kröfur fyrir félög í efstu deild.  HK, ÍA og Víkingur R. uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til félaga í efstu deild. 

Leyfiskerfi

12. mars 2009

Leyfisveitingar Fjölnis og Keflavíkur leiðréttar

Að fengnu samþykki formanns leyfisráðs hefur leyfisstjóri leiðrétt leyfisveitingar Fjölnis og Keflavíkur vegna þátttökuleyfis í efstu deild karla 2009. 

Leyfiskerfi

10. mars 2009

16 félögum veitt þátttökuleyfi

Fyrsti fundur leyfisráðs fór fram í dag, þriðjudag, og voru teknar fyrir umsóknir 24 félaga um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009.  Gefin voru út þátttökuleyfi til handa 16 félögum, en 8 félögum var gefinn vikufrestur til að klára sín mál.

Leyfiskerfi

3. mars 2009

Undirbúningsfundur leyfisráðs og leyfisdóms

Á mánudag var haldinn árlegur undirbúningsfundur leyfisstjórnar með leyfisráði og leyfisdómi.  Þessi fundur er jafnan haldinn áður en leyfisumsóknir félaga eru teknar fyrir og er hluti af gæðastaðal UEFA fyrir leyfisveitendur.

Leyfiskerfi

24. febrúar 2009

Ársreikningur ÍBV kominn með póstinum

Ársreikningur ÍBV hefur borist leyfisstjórn með pósti.  Stimpill pósthússins á sendingunni sýnir að pakkinn var póstaður 20. febrúar, þannig að Eyjamenn teljast hafa skilað innan tímamarka.

Leyfiskerfi

24. febrúar 2009

Framarar búnir að skila sínum gögnum

Framarar hafa nú skilað sínum fjárhagslegu leyfisgögnum.  Þar með eiga einungis þrjú félög eftir að skila og von er á þeim gögnum í dag eða í kvöld.  Þessi félög eru KA, Grindavík og Fylkir.

Leyfiskerfi

24. febrúar 2009

Gögn Grindvíkinga og Fylkismanna hafa borist

Fjárhagsleg gögn Fylkis og Grindavíkur, fylgigögn með umsókn félaganna um þátttökuleyfi í efstu deild karla 2009, hafa borist leyfisstjórn.  Þessi félög fengu frest til dagsins í dag til að skila og teljast því hafa skilað innan tímamarka.

Leyfiskerfi

24. febrúar 2009

KA-menn búnir að skila gögnum

KA-menn hafa nú skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn sinni, ársreikningi með viðeigandi fylgiskjölum og staðfestingum og þar með hafa öll félögin skilað.

Leyfiskerfi

24. febrúar 2009

Öll 24 félögin búin að skila fjárhagsgögnum

Leyfisstjórn hefur nú móttekið fjárhagsgögn frá öllum félögunum 24 sem undirgangast leyfiskerfið, þ.e. öllum félögum í efstu tveimur deildum karla.  Öll skiluðu gögnum innan settra tímamarka.

Leyfiskerfi

24. febrúar 2009

Ársreikningur Þórsara er kominn í hús

Endurskoðaður ársreikningur Þórsara á Akureyri hefur borist leyfisstjórn.  Þórsurum hafði verið veittur frestur til dagsins í dag til að skila gögnum, og teljast þeir því hafa skilað innan tímamarka.

Leyfiskerfi

23. febrúar 2009

Pósturinn kominn með leyfisgögn

Pósturinn kom til KSÍ með stóran pakka til leyfisstjórnar.  Í honum voru leyfisgögn þriggja félaga - ÍA, Fjarðabyggðar og Víkings Ólafsvík.  Póststimpillinn á öllum umslögunum staðfesti að gögnin voru send föstudaginn 20. febrúar.

Leyfiskerfi