5. janúar 2010
Grindvíkingar hafa nú skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, og þar með hafa 7 félög af 12 í Pepsi-deild karla skilað gögnum fyrir keppnistímabilið 2010. Tvö félög í 1. deild hafa þegar skilað. Skiladagur þessara gagna er 15. janúar.
29. desember 2009
Leyfisgögn ÍBV, önnur en fjárhagsleg, hafa nú borist leyfisstjórn og þar með hefur þriðjungur leyfisumsækjenda, eða 8 félög alls, skilað gögnum. Póststimpillinn á sendingu ÍBV sýnir sendingardag 22. desember, þannig að sá dagur er reiknaður sem skiladagur.
28. desember 2009
FH-ingar eru sjöunda félagið sem skilar fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2010. FH-ingar eru fimmta félagið í Pepsi-deildinni til að skila. Gögn FH bárust 23. desember, á Þorláksmessu.
23. desember 2009
Reynir Sandgerði hefur óskað eftir því að félagið undirgangist leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2010.  Þetta þýðir að Reynir, sem leikur í 2. deild 2010, mun senda inn leyfisgögn með sama hætti og félögin í Pepsi-deild og 1. deild. 
22. desember 2009
Fylkismenn hafa skilað fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2010. Þar með hafa sex félög skilað gögnum, fjögur í Pepsi-deild og tvö í 1. deild. Þar til í ár hafði það aldrei gerst að leyfisumsókn bærist fyrir jól.
15. desember 2009
Í lok september fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess.  Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki.  Annað árið í röð var gæðavottun staðfest án athugasemda. 
15. desember 2009
Keflavíkingar skiluðu í dag fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild akrla 2010. Gögnin sem skilað er nú snúa að öllum þáttum leyfiskerfisins öðrum en fjárhagslegum. Þar með hafa þrjú Pepsi-deildarfélög skilað.
4. desember 2009
KR-ingar hafa skilað fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2010 og eru þar með fjórða félagið til að gera það. Áður höfðu ÍR og KA úr 1. deild og Valur úr Pepsi-deild skilað sínum gögnum. Félögin eru tímanlega í því.
19. nóvember 2009
Valsmenn urðu í dag fyrstir félaga í Pepsi-deild karla til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2010. Valsmenn voru einnig fyrstir Pepsi-deildarfélaga til að skila fyrir síðasta keppnistímabil og eru því í fararbroddi annað árið í röð.
19. nóvember 2009
"Við viljum sigur í þessum leik" söng Karl Örvarsson í KA-laginu um árið og það er greinilegt að KA-menn eru a.m.k. að gera góða hluti þegar kemur að skilum á leyfisgögnum. KA varð í dag annað félagið í 1. deild til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2010.
16. nóvember 2009
Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ er leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2010 nú formlega hafið. Félög sem leika í Pepsi-deild karla og 1. deild karla hefja nú vinnu við leyfisumsóknir sínar. Reyndar hefur eitt félag, ÍR, þegar skilað leyfisgögnum sínum.
6. nóvember 2009
Þótt leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2010 hefjist ekki fyrr en 15. nóvember næstkomandi gerðist það í dag, föstudaginn 5. nóvember, að ÍR-ingar skiluðu leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í 1. deild sumarið 2010.
17. október 2009
Eins og greint hefur verið frá hafa UEFA og stjórn KSÍ samþykkt nýja leyfisreglugerð.  Á laugardag var haldinn fundur með þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið og farið yfir breytingar milli ára og ýmis önnur mál sem tengjast leyfiskerfinu og leyfisferlinu.
16. október 2009
Ómar Smárason leyfisstjóri KSÍ og Lúðvík Georgsson formaður leyfisráðs sátu í vikunni ráðstefnu UEFA um sérstakt verkefni sem verið er að setja í gang og fjallar um fjárhagslega háttvísi hjá knattspyrnufélögum - Financial Fair Play.
21. september 2009
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 15. september Leyfisreglugerð KSÍ sem tekur við af Leyfishandbók KSÍ.  Ekki er um verulegar efnislegar breytingar að ræða frá handbókinni en reglugerðin tekur gildi þann 1. nóvember næstkomandi.
21. september 2009
UEFA gerði í síðustu viku ítarlega úttekt á leyfisgögnum íslenskra félaga. Hingað til lands kom einn starfsmaður frá UEFA og honum til aðstoðar voru þrír starfsmenn PwC á Íslandi, sem grandskoðuðu gögnin og gerðu tillögur um úrbætur.
16. september 2009
Á miðvikudag fór fram gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  Úttektin er framkvæmd af fulltrúa SGS, sem er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til verksins.  Annað árið í röð er engin athugasemd gerð við leyfiskerfi KSÍ.
19. ágúst 2009
Það verður nóg að gera hjá leyfisstjórn í september þar sem framkvæmdar verða tvær úttektir á leyfiskerfi KSÍ og gögnum þeirra félaga sem undirgangast kerfið. Báðar skoðanirnar fara fram í sömu vikunni, en eru þó algerlega aðskildar og ólíkir þættir skoðaðir.