19. febrúar 2010
Breiðablik hefur skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2010. Þar með hafa þrjú félög skilað fjárhagsgögnum og eru þau öll úr Pepsi-deild. Flest félögin munu skila eftir helgi.
19. febrúar 2010
FH og Keflavík hafa nú skilað fjárhagslegum gögnum vegna leyfisumsókna í Pepsi-deild 2010.  Þar með hafa fimm félög skilað fjárhagsgögnum og eru þau öll úr Pepsi-deild.  Áður höfðu Valur, Grindavík og Breiðablik skilað.
16. febrúar 2010
Valsmenn urðu á mánudag fyrstir félaga til að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn vegna keppnistímabilisins 2010. Valsmenn, sem leika í Pepsi-deild, skiluðu endurskoðuðum ársreikningi ásamt ýmsum fylgigögnum og staðfestingum.
16. febrúar 2010
Grindvíkingar hafa skilað fjárhagslegum fylgigögnum með umsókn sinni um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla 2010. Þar með hafa tvö félög skilað fjárhagsgögnum og eru þau bæði úr Pepsi-deild - Valur og Grindavík.
12. febrúar 2010
Leyfisstjórn hefur tekið þá ákvörðun að skiladagur fjárhagslegra leyfisgagna verði mánudagurinn 22. febrúar. Áætlaður skiladagur samkvæmt leyfisferlinu er 20. febrúar, sem er laugardagur að þessu sinni, og því hefur verið ákveðið að framlengja skilafrestinn til mánudagsins 22. febrúar.
5. febrúar 2010
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir erindi framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem óskað var eftir því að nefndin tæki fyrir mál sem tengist leyfisgögnum Fram árið 2009.  Ljóst þótti að Fram hefði lagt fram röng leyfisgögn með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009.
28. janúar 2010
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 21. janúar, aukinn fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins. Öll gjöld í jöfnunarsjóð meistaraflokka falla niður á þessu ári.
15. janúar 2010
"Þar er vitinn sem vakir allar nætur, varlega aldan snerti okkar fætur."  Svona söng Bubbi Morthens í lagi sínu "Við Gróttu".  Það er aðeins eitt félag af þeim 25 sem undirgangast leyfiskerfið í ár að gera það í fyrsta sinn.  Nýliðar Gróttu hafa skilað gögnum.
15. janúar 2010
HK hefur nú skilað fylgigögnum sínum með umsókn um þátttökuleyfi í 1. deild karla 2010.  Þar með eiga aðeins fjögur félög í 1. deild eftir að skila gögnum - ÍA, Leiknir R., Víkingur R. og Þróttur R.
15. janúar 2010
ÍA hefur skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, vegna umsóknar um þátttöku í 1. deildinni fyrir keppnistímabilið 2010.  Með þessum skilum Skagamanna eiga aðeins þrjú félög eftir að skila - Reykjavíkurfélögin Leiknir, Víkingur og Þróttur.
15. janúar 2010
Leyfisgögn hafa nú borist frá Reykjavíkurfélögunum Leikni Víkingi og Þrótti, og þar með hafa allir leyfisumsækjendur í efstu tveimur deildum karla skilað sínum gögnum.  Leyfisstjórn mun í framhaldinu fara yfir gögnin, gera athugasemdir þar sem við á og vinna með viðkomandi félögum að úrbótum.
14. janúar 2010
Fjölnismenn hafa nú skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, fyrir keppnistímabilið 2010.  Þar með hafa fjögur félög í 1. deild, þriðjungur leyfisumsækjenda í þeirri deild, skilað leyfisumsóknum sínum.
14. janúar 2010
Það er óhætt að segja að leyfisumsóknunum rigni inn til leyfisstjórnar.  Fjögur félög til viðbótar hafa nú skilað gögnum - Fjarðabyggð, Selfoss, Stjarnan og Þór.  Þar með hafa öll tólf Pepsi-deildarfélögin skilað gögnum og helmingur félaga í 1. deild. 
13. janúar 2010
Breiðablik og Njarðvík, sem bæði leika í grænum búningum, hafa skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, fyrir keppnistímabilið 2010.  Þar með hafa alls 11 félög af 24 skilað.  Lokaskiladagur þessara gagna er föstudaginn 15. janúar.
13. janúar 2010
"Komnir til að sigra, komnir til að vera ..." sungu Páll Rósinkranz og Haukakórinn um árið. Haukar hafa skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, fyrir keppnistímabilið 2010. Þar með hefur helmingur leyfisumsækjenda í efstu tveimur deildum karla skilað.
13. janúar 2010
"Sækjum styrk í hvítt og blátt, stefnum öll í sömu átt, hvikum hvergi þar til marki er náð". Þetta er úr texta Framherjalagsins, lagi stuðningsmanna Fram. Framarar hafa nú skilað leyfisgögnum sínum, öðrum en fjárhagslegum, fyrir keppnistímabilið 2010.
12. janúar 2010
Leyfiskerfi í aðildarlöndum UEFA eru öll byggð upp á sama hátt og fylgja sömu reglum í grunninn. Í sumum löndum hefur verið starfrækt leyfiskerfi til fjölda ára, en flest lönd í Evrópu tóku upp leyfiskerfi þegar UEFA setti sitt leyfiskerfi á fót árið 2003.
5. janúar 2010
Skilafrestur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, er til 15. janúar.  Nú þegar hafa 8 félög skilað leyfisgögnum, eða þriðjungur leyfisumsækjenda.  Raunar hefur það aldrei áður gerst að svo mörg félög hafi skilað svo snemma.