29. desember 2008
Keflvíkingar hafa skilað leyfisgögnum sínum, fylgigögnum með leyfisumsókn fyrir keppnistímabilið 2009. Keflavík er þar með þriðja félagið til að skila í ár, en áður höfðu Valur og KA skilað sínum gögnum.
22. desember 2008
Leyfisgögn KA-manna bárust leyfisstjórn á föstudag og er KA því annað félagið sem skilar gögnum fyrir keppnistímabilið 2009, en áður höfðu Valsmenn skilað. Þetta er í fyrsta sinn sem leyfisumsækjendur hafa skilað gögnum fyrir jól.
18. desember 2008
Um miðjan október fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ. Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki, og var gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ staðfest án athugasemda.
18. desember 2008
Valsmenn urðu í dag fyrstir til að skila fylgigögnum með leyfisumsókn sinni fyrir keppnistímabilið 2009. Rétt er að vekja athygli á því að aldrei áður hefur það gerst hér á landi að leyfisumsækjandi skili gögnum fyrir jól.
28. nóvember 2008
Boðað hefur verið til funda með leyfisfulltrúum félaga í Landsbankadeild karla og 1. deild karla. Farið verður yfir nokkur mikilvæg atriði tengd leyfishandbókinni og leyfisferlinu.
14. nóvember 2008
Samkvæmt Leyfishandbók KSÍ hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla og 1. deild karla 2009 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við Leyfisumsókn hefst.
23. október 2008
Varðandi samþykkt frá stjórnarfundi KSÍ á miðvikudag er rétt að skýrt komi fram að allar kröfur þær sömu og áður. Það eina sem breytist er lokatímapunkturinn til að ljúka framkvæmdum við aðstöðu áhorfenda og fjölmiðla.
6. október 2008
Dagana 16. og 17. október mun fara fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess. Matið er framkvæmt árlega af alþjóðlegu vottunarfyrirtæki.
21. júlí 2008
Leyfisstjórn hefur borist fjöldi fyrirspurna um hvaða reglur gilda þegar þjálfara meistaraflokks karla er vikið frá störfum hjá félögum sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ, þ.e. hjá félögum í Landsbankadeild karla og 1. deild karla.
5. júní 2008
CSKA Sofia er sigursælasta félag í sögu búlgarskrar knattspyrnu. Umsókn félagsins um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2008-2009 var synjað af leyfisráði búlgarska knattspyrnusambandsins.
19. maí 2008
Að fengnu samþykki formanns leyfisráðs hefur leyfisstjóri leiðrétt leyfisveitingu Fjölnis vegna þátttökuleyfis í Landsbankadeild karla 2008. Menntun aðstoðarþjálfara meistaraflokks var ekki skráð að fullu.
8. apríl 2008
Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, að kröfu UEFA, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.
7. apríl 2008
Stjórn KSÍ hefur ákveðið að greiða öllum félögum sem undirgengust leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2008 styrk fyrir vinnu við undirbúning leyfisumsókna. Heildarupphæð greiðslunnar er kr. 6.000.000.
4. apríl 2008
Stjórn KSÍ hefur samþykkt undanþágubeiðnir Þróttar og Fjölnis varðandi mannvirkjaforsendur leyfiskerfisins, þannig að þessi félög geta leikið á sínum heimavöllum í Landsbankadeild karla í sumar.
19. mars 2008
Leyfisráð samþykkti á fundi sínum í dag, miðvikudaginn 19. mars, þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla og í 1. deild karla til handa öllum umsækjendum, þ.e. þeim 24 félögum sem unnið höfðu sér rétt til að leika í deildinni 2008.
17. mars 2008
Fjárhagsgögn 1. deildarfélaganna Fjarðabyggðar og Hauka bárust leyfisstjórn í dag, mánudag, og hafa því öll félögin sem undirgangast leyfiskerfið skilað fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsókn.
17. mars 2008
Leyfisráð fundaði í dag, mánudag, og fór yfir leyfisumsóknir félaga fyrir komandi keppnistímabil. Ráðið hefur óskað eftir frekari gögnum frá nokkrum félögum og mun funda að nýju kl. 12:00 á miðvikudag.
14. mars 2008
Enn eiga tvö félög eftir að skila fjárhagslegum fylgigögnum með leyfisumsóknum sínum, en það eru 1. deildarliðin Fjarðabyggð og Haukar. Samkvæmt upplýsingum leyfisstjórnar munu gögnin berast fyrir fund leyfisráðs á mánudag.