31. mars 2020
Samkvæmt leyfisreglugerð verður leyfisumsækjandi að birta á vefsíðu sinni síðasta endurskoðaða ársreikning sinn eftir yfirferð KSÍ.
14. mars 2020
Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2020 fór fram á föstudag og voru þátttökuleyfi 15 félaga samþykkt. Tvö af leyfunum 15 eru gefin út með fyrirvara.
7. mars 2020
Fyrri fundur leyfisráðs KSÍ í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2020 fór fram á föstudag. Teknar voru fyrir leyfisumsóknir félaga í efstu tveimur deildum karla en einnig var tekin fyrir leyfisumsókn Vals í Pepsi Max deild kvenna um þátttökuleyfi í Meistaradeild UEFA fyrir kvennalið (UEFA Women‘s Champions League).
8. janúar 2020
Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 7. janúar sl.
6. desember 2019
Árlegur fundur með leyfisfulltrúum og endurskoðendum félaga í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla fer fram í höfuðstöðvum KSÍ þriðjudaginn 7. janúar 2020 kl. 16:15.
25. mars 2019
Leyfisráð KSÍ samþykkti síðastliðinn föstudag leyfisumsókn ÍBV í Pepsi Max deild karla fyrir keppnistímabilið 2019. Ákvörðun vegna leyfisumsóknar ÍBV hafði verið frestað á fundi ráðsins þann 20. mars.
21. mars 2019
Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2019 fór fram í gær miðvikudag og voru þátttökuleyfi 12 félaga samþykkt.
14. mars 2019
Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2019 fór fram í gær. Teknar voru fyrir umsóknir félaga í efstu tveimur deildum karla um þátttökuleyfi. 11 félög fengu útgefin leyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 13 félaga var frestað um eina viku. Ráðið kemur aftur saman á miðvikudag í næstu viku.
15. janúar 2019
Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 10. janúar sl.
11. desember 2018
Árlegur fundur með leyfisfulltrúum og endurskoðendum félaga í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla fer fram í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 10. janúar næstkomandi
8. apríl 2018
KSÍ óskar eftir að ráða öflugan einstakling tímabundið á skrifstofu sambandsins vegna samstarfsverkefnis FIFA og KSÍ um frekari þróun á kvennaknattspyrnu.
4. apríl 2018
KSÍ óskar eftir að ráða öflugan einstakling tímabundið á skrifstofu sambandsins vegna samstarfsverkefnis FIFA og KSÍ um frekari þróun á kvennaknattspyrnu.
15. mars 2018
Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2018 fór fram í gær miðvikudag og voru þátttökuleyfi 15 félaga samþykkt. Átta af leyfunum 15 eru gefin út með fyrirvara. Níu félög fengu útgefin þátttökuleyfi á fundi ráðsins fyrir viku síðan.
13. mars 2018
Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hefur valið KSÍ úr hópi evrópskra knattspyrnusambanda til að taka þátt í nýju tilraunarverkefni FIFA um kvennaknattspyrnu (Women‘s football development pilot project 2018).
8. mars 2018
Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2018 fór fram í gær. Níu félög fengu útgefin þátttökuleyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 15 félaga var frestað um eina viku. Ráðið kemur aftur saman á miðvikudag í næstu viku.
14. febrúar 2018
Á þriðjudag flutti Haukur Hinriksson, lögfræðingur og leyfisstjóri KSÍ, fyrirlestur á ráðstefnu FIFA og CONCACAF (FIFA-CONCACAF Professional Football Conference) í Orlando, Flórída. Ráðstefnan var hugsuð af FIFA sem vettvangur til að veita aðildarsamböndum CONCACAF í Norður- og Mið-Ameríku aðstoð og alhliða upplýsingar um málefni tengdum atvinnumanna fótbolta.
6. febrúar 2018
Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2018, þ.e. félögin í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla, hafa skilað leyfisgögnum. Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á. 
22. janúar 2018
Fimmtudaginn 18. janúar sl. kom í heimsókn til KSÍ Jochen Kemmer verkefnastjóri hjá CAFE (Centre for Access to Football in Europe). Stýrði Jochen fræðsluviðburði sem var sérstaklega tileinkaður fulltrúum félaga í leyfiskerfinu og tengiliðum fatlaðra stuðningsmanna í efstu deild karla.