Verslun
Leit
SÍA
Leit

15. janúar 2018

Fræðsluviðburður fyrir félög í leyfiskerfinu

Fimmtudaginn 18. janúar nk. mun KSÍ fá í heimsókn Jochen Kemmer verkefnastjóra hjá CAFE (Centre for Access to Football in Europe). Skipulagður hefur verið þríþættur viðburður í kringum hans heimsókn. Viðburðurinn er sérstaklega ætlaður fulltrúm félaga í leyfiskerfinu og tengiliðum fatlaðra stuðningsmanna í efstu deild.

Leyfiskerfi

10. janúar 2018

Árlegur vinnufundur um leyfismál haldinn

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á mánudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Leyfiskerfi

5. janúar 2018

Vinnufundur með leyfisfulltrúum félaga nk. mánudag, 8. janúar

Boðað er til fundar með leyfisfulltrúum og endurskoðendum félaga í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla í höfuðstöðvum KSÍ (3. hæð) mánudaginn 8. janúar nk. kl. 15:00. 

Leyfiskerfi

30. nóvember 2017

Haukur Hinriksson sinnti kennslu við ISDE háskólann í Barcelona

Haukur Hinriksson, lögfræðingur og leyfisstjóri KSÍ, kenndi í vikunni við ISDE háskólann í Barcelona á Spáni. ISDE (The Instituto Superior de Derecho y Economía) er laga- og viðskiptaháskóli sem stofnaður var árið 1922 og er í dag starfandi í New York, Madrid og Barcelona.

Leyfiskerfi

15. nóvember 2017

Leyfisferlið fyrir 2018 hafið

Í samræmi við leyfisreglugerð KSÍ (útg. 3.2.) hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla árið 2018 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Leyfisferlið hefst formlega 15.nóvember ár hvert.

Leyfiskerfi

19. október 2017

Úttekt á aðgengi fatlaðra í Pepsi deildum karla og kvenna

KSÍ fékk í gær afhend eintök af skýrslu sem ber heitið: Allir á völlinn: Aðgengi fatlaðra stuðningsmanna að knattspyrnuvöllum í Pepsi deild karla og kvenna árið 2017. Höfundar skýrslunnar eru þeir Alexander Harðarson og Ólafur Þór Davíðsson en þeir voru báðir í vettvangsnámi hjá KSÍ í upphafi þessa árs.

Leyfiskerfi

17. mars 2017

Útgefin þátttökuleyfi á öðrum fundi leyfisráðs

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2017 fór fram í gær fimmtudag og voru þátttökuleyfi 18 félaga samþykkt.  Níu af leyfunum 18 eru gefin út með fyrirvara. Þar með hafa öll 24 félögin í efstu tveimur deildum karla fengið útgefin þátttökuleyfi, en þó 11 með fyrirvörum vegna vallarmála eða frekari gagnaskila fyrir 31. mars nk.

Leyfiskerfi

9. mars 2017

Sex þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2017 fór fram í vikunni.  Sex félög fengu útgefin þátttökuleyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 18 félaga var frestað um eina viku.  Ráðið kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku.

Leyfiskerfi

8. febrúar 2017

Öll 24 félögin hafa skilað leyfisgögnum

Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2017, þ.e. félögin í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla, hafa skilað leyfisgögnum.  Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á.

Leyfiskerfi

13. janúar 2017

Árlegur vinnufundur um leyfismál

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á mánudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Leyfiskerfi

15. nóvember 2016

Leyfisferlið fyrir 2017 hafið

Í samræmi við leyfisreglugerð KSÍ (útg. 3.2.) hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla árið 2017 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Leyfisferlið hefst formlega 15.nóvember ár hvert.

Leyfiskerfi

1. nóvember 2016

Breytingar á leyfisreglugerð KSÍ

Á fundi stjórnar KSÍ 27. október sl. var samþykkt ný útgáfa (3.2) af Leyfisreglugerð KSÍ. Ný útgáfa af reglugerðinni hefur verið birt á heimasíðu KSÍ en mikilvægt er að aðildarfélög KSÍ, sem leika í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla árið 2017, kynni sér ákvæði reglugerðarinnar ítarlega.

Leyfiskerfi

14. júlí 2016

Haukur tekur við sem leyfisstjóri KSÍ

Þann 1. júlí sl. tók Haukur Hinriksson við af Ómari Smárasyni sem leyfisstjóri KSÍ. Ómar hefur farið með stjórn leyfismála hjá KSÍ frá því leyfiskerfið var innleitt í íslenska knattspyrnu haustið 2002 en lætur nú af störfum eftir sitt 14. tímabil sem leyfisstjóri.  Haukur, sem er lögfræðingur að mennt, hóf störf hjá KSÍ 1. janúar 2016.

Leyfiskerfi

18. mars 2016

Útgefin þátttökuleyfi á öðrum fundi leyfisráðs

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2016 fór fram í vikunni og voru þátttökuleyfi 15 félaga samþykkt.  Sjö af leyfunum 15 eru gefin út með fyrirvara um afgreiðslu stjórnar KSÍ á umsókn viðkomandi félags um vallarleyfi. 

Leyfiskerfi

12. mars 2016

Níu þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2016 fór fram í vikunni.  Níu félög fengu útgefin þátttökuleyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 15 félaga var frestað um eina viku.  Ráðið kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku.

Leyfiskerfi

18. janúar 2016

23 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum

Af þeim 24 félögum sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2016, þ.e. félögin í efstu tveimur deildum karla, hafa 23 þegar skilað leyfisgögnum, en eitt félag fékk framlengdan skilafrest.  Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á.

Leyfiskerfi

9. janúar 2016

Árlegur vinnufundur um leyfismál

Árlegur vinnufundur með endurskoðendum og leyfisfulltrúum félaga var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ á föstudag og var hann að venju vel sóttur af fulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla, sem eru þær deildir sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.

Leyfiskerfi

6. janúar 2016

Skiladagur leyfisgagna er 15. janúar 2016

Leyfisferlið vegna keppnistímabilsins 2016 er nú í fullum gangi og vinna þau félög sem undirgangast kerfið hörðum höndum að undirbúningi leyfisgagna.  Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, er 15. janúar.  Þrjú félög hafa þegar skilað gögnum.

Leyfiskerfi