Verslun
Leit
SÍA
Leit

24. nóvember 2015

Árleg skýrsla UEFA um stöðu knattspyrnunnar í Evrópu

Nýverið gaf UEFA út sjöundu útgáfu árlegrar skýrslu um stöðu knattspyrnunnar í Evrópu - "The European Club Footballing Landscape" - sem gæti útlagst "Knattspyrnulandslagið í Evrópu".  Skýrslan byggir á leyfisgögnum félaga í öllum aðildarlöndum UEFA.

Leyfiskerfi

15. nóvember 2015

Leyfisferlið fyrir 2016 hafið

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hafa þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2016 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst.  Leyfisferlið hefst formlega 15.nóvember ár hvert.

Leyfiskerfi

5. nóvember 2015

Ný leyfisreglugerð KSÍ samþykkt - útgáfa 3.1

Á fundi stjórnar KSÍ 29. október 2015 var samþykkt ný útgáfa af leyfisreglugerð KSÍ.  Meðal breytinga má nefna kröfur um lögformlega stöðu leyfisumsækjanda, bókhaldskröfur vegna undirbúnings ársreiknings, kröfur um mat á rekstrarhæfi og nýja kröfu um tengilið félags við fatlaða stuðningsmenn.

Leyfiskerfi
Lög og reglugerðir

30. september 2015

Ráðstefna UEFA um leyfismál haldin í Dubrovnik

Í september var árleg ráðstefna UEFA um leyfismál haldin í Dubrovnik í Króatíu. Á ráðstefnunni var farið yfir ýmis mál tengd leyfiskerfum UEFA og aðildarlandanna, þar á meðal breytingar á leyfisreglugerð milli ára.  Stærsta breytingin milli ára snýr að styrkingu kröfu um menntun unglingaþjálfara, sem nú er orðin A-krafa en var B-krafa áður.

Leyfiskerfi

20. ágúst 2015

Leyfiskerfi FIFA innleitt í árslok 2016

FIFA hefur tilkynnt að leyfiskerfi FIFA, sem smíðað er að mestu eftir leyfiskerfum UEFA og AFC (Knattspyrnusambands Asíu), verði innleitt í árslok 2016.  Undirbúningsvinna hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið og nú styttist í innleiðingu kerfisins fyrir öll aðildarsambönd FIFA.

Leyfiskerfi

19. ágúst 2015

Engar athugasemdir í gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ

Í byrjun ágústmánaðar framkvæmdi fulltrúi SGS gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  SGS er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki sem framkvæmir árlegar úttektir á leyfiskerfum aðildarlanda UEFA og gildir hver vottun í eitt ár.  Engar athugasemdir voru gerðar við leyfiskerfi KSÍ.

Leyfiskerfi

19. mars 2015

6 þátttökuleyfi samþykkt af leyfisráði

Leyfisráð hefur samþykkt umsóknir þeirra 6 félaga sem gefinn var vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum á fyrri fundi ráðsins þann 11. mars.  Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfið hafa þar með fengið útgefið þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2015.

Leyfiskerfi

13. mars 2015

18 þátttökuleyfi samþykkt á fyrri fundi leyfisráðs

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2015 fór fram í vikunni.  Fyrir fundinum lágu umsóknir félaganna 24 í efstu tveimur deildum karla um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild. Umsóknir 18 félaga voru samþykktar, en 6 félögum var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum.

Leyfiskerfi

5. mars 2015

Leyfisráð fundar 10. mars

Þessa dagana eru þau félög sum undirgangast leyfiskerfi KSÍ á fullu að vinna að endurbótum og uppfærslu á leyfisgögnum sínum, og þá sér í lagi fjárhagslegum gögnum.  Leyfisráð kemur saman þriðjudaginn 10. mars og tekur þá fyrir umsóknir félaga um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og 1. deild karla 2015.

Leyfiskerfi

4. mars 2015

Mikil þróun með tilkomu leyfiskerfis KSÍ

Leyfiskerfi KSÍ var sett á laggirnar haustið 2002 og undirgengust íslensk félög leyfiskerfi KSÍ í fyrsta sinn fyrir keppnistímabilið 2003.  Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Mikil þróun hefur átt sér stað í íslenskri knattspyrnu og ekki síður í umgjörð íslenskra knattspyrnufélaga

Pistlar
Leyfiskerfi

17. febrúar 2015

Fjárhagsgögnum skilað til leyfisstjórnar í vikunni

Skiladagur fjárhagsgagna í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2015 er föstudagurinn 20. febrúar. Samkvæmt kröfum sem lýst er í leyfisreglugerð skulu leyfisumsækjendur skila ársreikningi með viðeigandi áritun endurskoðanda, ásamt fylgigögnum. 

Leyfiskerfi

16. janúar 2015

22 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum

Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, var 15. janúar og hafa 22 af þeim 24 félögum sem undirgangast leyfiskerfið skilað gögnum.  Tvö félög hafa fengið skilafrest fram í næstu viku.  Rafræn skil hafa aukist mjög síðustu 2-3 árin og af þessum 22 félögum sem hafa skilað gerði 21 það eftir rafrænum leiðum.

Leyfiskerfi

12. janúar 2015

Fundað með endurskoðendum félaga um leyfismál

Í síðustu viku var haldinn vinnufundur fyrir endurskoðendur þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.  Um er að ræða árlegan janúarfund, þar sem farið er yfir breytingar á leyfisreglugerð milli ára, sem og áhersluatriði og hagnýta þætti.

Leyfiskerfi

5. janúar 2015

10 dagar í skil á leyfisgögnum

Þann 15. janúar næstkomandi er skiladagur leyfisgagna.  Þá skila þau félög sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ (félögin 24 í Pepsi-deild karla og 1. deild karla) gögnum sem snúa að fjórum köflum leyfiskerfisins, þ.e.e öllum öðrum en fjárhagslegum.

Leyfiskerfi

11. desember 2014

14 félög á vinnufundi um leyfiskerfið

Í vikunni fór fram vinnufundur með leyfisfulltrúum félaga í efstu tveimur deildum karla.  Farið var yfir hagnýta þætti og vinnu við leyfisumsóknir, breytingar á leyfisreglugerð milli ára og einnig var fjallað sérstaklega um lykilþætti í fjárhagslega hluta leyfiskerfisins.

Leyfiskerfi

9. desember 2014

Fundað um leyfisferlið 2015

Fimmtudaginn 11. desember kl. 13:00 verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ árlegur vinnufundur með leyfisfulltrúum félaganna 24 sem undirgangast leyfisferlið fyrir komandi keppnistímabil.  Farið verður yfir breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára og ýmis hagnýt atriði.

Leyfiskerfi

31. október 2014

Ný leyfisreglugerð samþykkt

Ný leyfisreglugerð, útgáfa 2.4, var samþykkt á fundi stjórnar KSÍ þriðjudaginn 28. október.  Hægt er að skoða efnislegar breytingar á reglugerðinni undir hlekknum hér að neðan og eru breytingarnar rauðmerktar í skjalinu.

Leyfiskerfi

11. ágúst 2014

Gæðavottun leyfiskerfis KSÍ framlengd til 2015

Í síðustu viku framkvæmdi fulltrúi SGS gæðaúttekt á leyfiskerfi KSÍ.  SGS er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki sem framkvæmir árlegar úttektir á leyfiskerfum aðildarlanda UEFA og gildir hver vottun í eitt ár.  Gæðavottun á leyfiskerfi KSÍ hefur verið framlengt í eitt ár.

Leyfiskerfi