20. apríl 2021
Í dreifibréfi nr. 2/2021 sem sent var til aðildarfélaga í vikunni eru kynntar breytingar á reglugerðum KSÍ um knattspyrnumót, aðgönguskírteini og ferðaþátttökugjald. Þá er kynnt ný reglugerð um landsliðs- og heiðursviðurkenningar.
30. nóvember 2020
Á fundi stjórnar 26. nóvember voru samþykktar breytingar á reglugerðum KSÍ um félagaskipti, knattspyrnumót og knattspyrnuleikvanga.
9. nóvember 2020
Íslendingar í Bretlandi hvattir til að tryggja rétt sinn til búsetu fyrir áramót.
9. nóvember 2020
Á undanförnum vikum hefur FIFA gefið út mikið af nýju efni sem ætlað er að skýra frekar reglur sem gilda á hinum ýmsu sviðum. Er það í samræmi við skuldbindingu FIFA til að stuðla að auknu gagnsæi og upplýsingagjöf um innri starfsemi sína.
5. nóvember 2020
Á fundi stjórnar KSÍ 29. október voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.
9. september 2020
Rétt er að árétta að á meðan í gildi eru fjöldatakmarkanir sem miða við færri en 500 (fimm hundruð) áhorfendur á hverju svæði/rými gilda aðgönguskírteini sem gefin eru út vegna keppnistímabilsins 2020 ekki.
17. júlí 2020
Í reglugerðinni er nánar kveðið á um reglur sem segja til um hvers konar aðgerða verði gripið til ef ekki er hægt að ljúka mótum vegna Covid-19 veirunnar.
16. júlí 2020
Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili er rúmar 7 milljónir, og er það hækkun frá fyrri tveimur árum.
29. maí 2020
Tímabundnar breytingar á reglugerðum: Fimm skiptingar leyfðar í efstu deildum og bikarkeppni, og KSÍ-skírteini gilda ekki á leiki.
15. maí 2020
Ljóst er að keppnistímabilið 2020 hefur tekið breytingum af völdum Covid-19. Af þeim ástæðum hefur þurft að gera tímabundnar breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna.
30. apríl 2020
Á 74. ársþingi KSÍ 2020 voru samþykktar breytingar á lögum KSÍ.
29. apríl 2020
Á fundi stjórnar KSÍ 22. apríl sl., samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnu í 5 manna liðum, reglugerð KSÍ um knattspyrnu í 7- og 8 manna liðum og reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.
28. nóvember 2019
Á fundi stjórnar KSÍ þann 22. nóvember sl., samþykkti stjórn KSÍ breytingar á leyfisreglugerð KSÍ.
27. nóvember 2019
Á fundi stjórnar KSÍ þann 22. nóvember sl., samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.
16. ágúst 2019
Sænska happdrættiseftirlitið hefur sektað fjölmörg veðmálafyrirtæki fyrir að bjóða upp á veðmál á leiki þar sem keppendur eru að meirihluta undir 18 ára aldri.
16. júlí 2019
Heildarbreytingar á lögum KSÍ, sem samþykktar voru á ársþingi KSÍ á þessu ári, hafa nú tekið gildi. Dreifibréf þar sem breytingarnar eru kynntar hefur verið sent á aðildarfélög KSÍ.
13. maí 2019
Hver er heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna? Hvaða gerningum hafa umboðsmenn komið að? Skoðið árlega skýrslu KSÍ, sem unnin er í samræmi við reglugerð FIFA.
9. maí 2019
Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti miðvikudaginn 15. maí næstkomandi. Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka.