10. júní 2011
Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að úrslitakeppni EM U21 karla er við það að hefjast í Danmörku. Þar er Ísland á meðal átta þátttökuþjóða og er þetta í fyrsta skiptið sem íslenska liðið kemst í þessa úrslitakeppni. Eftirvæntingin er að vonum mikil hjá öllum þeim sem að liðinu koma og sú athygli og sá stuðningur sem að þjóðin sýnir þessu liði, gefur öllum byr undir báða vængi.
26. apríl 2011
Saga Knattspyrnumóts Íslands eða Íslandsmótsins er samofin sögu þjóðarinnar. Íslandsmótið hefur frá fyrsta degi verið hluti af mannlífinu og varla er það samfélag eða sú byggð á landinu að þar hafi ekki verið háðir kappleikir undir merkjum þess.
11. apríl 2011
Íþróttir og listir eru tvær hliðar á sama teningi – menningu þjóðarinnar. Vilji menn taka samanburð þá skulu menn gera það af fullum heiðarleika og leggja öll spilin á borðið. Heildarframlög til íþróttahreyfingarinnar nema u.þ.b. 330 milljónum króna á fjárlögum – að meðtöldum framlögum til sérsambanda og ferðakostnaðarsjóðs – en sá liður sem felur í sér listir og menningu í sama ráðuneyti nemur um 6-7 milljörðum króna
24. mars 2011
Ágætur maður sagði einu sinni við mig að það er bara hægt að berjast þegar maður er í vörn.  En hvað ætlarðu svo að gera við boltann loksins þegar þú ert búinn að ná honum? 
10. mars 2011
Innanríkisráðherra hefur gefið það út að hann vilji láta kanna möguleika á því að menning og listir fái hlut af þeim tekjum sem Íslensk Getspá hefur af Lottó. Með þessu virðast núverandi stjórnvöld leitast eftir því að skerða hlut æskulýðs- og íþróttastarfs í landinu.
1. mars 2011
Það er kominn sá tími ársins að karlmenn landsins hætta að raka þá grön sem sprettur ofan við efri vör til að sýna stuðning við árveknisátakið Mottumars.  Knattspyrnuhreyfingin lætur sitt ekki eftir liggja í þessari baráttu og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið hvattir til að sýna stuðning í verki.
7. febrúar 2011
Starfsemi KSÍ er mikil og sífellt að aukast.  Árið 2010 var metár í fjölda liða í keppni og fjölda leikja, fræðslustarfsemi fyrir þjálfara og dómara var viðameiri en nokkru sinni fyrr.  Frammistaða yngri landsliða okkar gefur góð fyrirheit um framtíðina.
17. janúar 2011
Íslenskt landslið tekur nú í fyrsta sinn þátt í forkeppni stórmóts í Futsal, þegar karlalandsliðið í Futsal mætir þremur þjóðum í EM-riðli sem leikinn verður að Ásvöllum dagana 21. – 24. janúar.  Leikirnir í Futsal eru hraðir og skemmtilegir, nóg af færum og glæsilegum tilþrifum.
12. janúar 2011
Undirritaður sat um daginn á hótelherbergi, þúsundir kílómetra frá okkar ástsæla Fróni, vegna vinnu fyrir Jarðhitaskólann, þegar hann rak augun í frétt á vefnum um nýjan pistil á vefsíðu KSÍ, og fletti spenntur upp á honum.
22. desember 2010
Næsta sumar verður merkilegt í íslenskri knattspyrnusögu, ekki eingöngu vegna þess að U21 landslið karla mun leika í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn, heldur vegna þess að þá mun 100. Íslandsmótið fara fram. 
8. nóvember 2010
KSÍ með mannvirkjanefndina í forystu hefur verið vakandi yfir þróun gervigrass á undanförnum árum og er það af hinu góða. Gervigras hefur bætt aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Íslandi, gömlu malarvellirnir eru horfnir, en mannvirkjanefndin hefur einblítt allt of mikið á gervigrasið.
4. október 2010
Knattspyrnugras, eða „plastið“, eins fjölmiðlamenn hafa stundum uppnefnt það, hefur verið löglegt undirlag í öllum alþjóðlegum keppnum í 6-8 ár, ef það uppfyllir ákveðna staðla, og  í dag er það notað í leikjum í Evrópukeppni milli toppliða í Evrópu ef svo ber undir.
26. júlí 2010
UEFA hefur nú hrundið af stað metnaðarfullri áætlun um þjálfun og menntun knattspyrnudómara framtíðarinnar (25 – 30 ára). Í þeim tilgangi hefur verið komið á fót “menntasetri” knattspyrnudómara í höfuðstöðvum samtakanna í Nyon í Sviss.
29. júní 2010
Eins og alþjóð veit stendur nú yfir úrslitakeppni HM í knattspyrnu í Suður-Afríku. Landsmenn eru límdir við skjáinn. Börnin fara ekki varhluta af þessu HM-æði frekar en aðrir.
11. júní 2010
Heimsmeistarakeppnin í fótbolta er einstakt tækifæri til að laða fram hæfileika hvers og eins án tillits til félagslegrar stöðu eða uppruna viðkomandi. Knattspyrna hefur gert mörgum íþróttamönnum kleyft að brjóta niður múra útilokunar. Árangur þeirra hefur orðið öðrum hvatning.
4. júní 2010
Föstudaginn 11. júní hefjast veisluhöld sem boðið er til á fjögurra ára fresti.  Á veisluborðinu verða 64 leikir þar sem flestir af bestu knattspyrnumönnum heims verða á meðal þátttakenda. 
11. maí 2010
Spennan í upphafi móts er mikil sem og væntingar leikmanna og stuðningsmanna. Þetta verður árið okkar - hugsa margir og segja - meðan aðrir segja fátt en stefna á sigur á hverjum leik. Hvert nýtt mót býður upp á ný tækifæri og alltaf gerist eitthvað óvænt.
6. apríl 2010
Grasrótar-knattspyrna hefur alla  tíð leikið stórt hlutverk í knattspyrnuflórunni og er mikilvægur hluti þeirrar staðreyndar að þessi íþrótt sem er okkur svo kær sé svona vinsæl um allan heim.  En hvað er grasrótarknattspyrna?