Verslun
Leit
SÍA
Leit

29. apríl 2013

Velkomin til leiks

Íslandsmótið í knattspyrnu fer fram um land allt þetta sumar eins og verið hefur um áratuga skeið. Næstu 5 mánuði fara fram þúsundir leikja á vegum KSÍ. Það er mikill metnaður lagður í skipulag og undirbúning þessara leikja. Framfarir verða á ári hverju í aðstöðu knattspyrnufólks og nýir vellir eru vígðir.

Pistlar

29. mars 2013

Að hafa rangt við

Á undanförnum vikum hafa nokkur félög tekið þá ákvörðun að tefla vísvitandi fram ólöglega skipuðum liðum í leikjum Lengjubikarsins.  Er hægt að sýna knattspyrnuáhugafólki meiri lítilsvirðingu en að taka meðvitaða ákvörðun um það að tapa leiknum?

Pistlar

6. febrúar 2013

Öflugt knattspyrnustarf á liðnu starfsári

A landslið kvenna heldur áfram að gera það gott og tryggði sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni EM 2013 sem fram fer í Svíþjóð í júlí. Ísland leikur þar í riðli með Noregi, Þýskalandi og Hollandi, en alls taka 12 landslið þátt í úrslitakeppninni. Það verður fróðlegt að fylgjast með framgangi íslenska liðsins í sumar, en liðið er skipað leikmönnum sem hafa mikla reynslu og margar þeirra tóku þátt í úrslitakeppni EM 2009.

Pistlar

13. nóvember 2012

Baráttudagur gegn einelti - Ávarp

Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi telur fleiri tugi þúsunda einstaklinga og er þverskurður af okkar samfélagi. Við í hreyfingunni erum meðvituð um okkar ábyrgð. KSÍ hefur til dæmis nú í nokkur ár staðið fyrir verkefninu leikur án fordóma. Hluti þess er barátta gegn einelti með fræðslu til iðkenda, þjálfara og foreldra. Einelti kemur okkur öllum við, því við erum liðsheild, ein stór fjölskylda.

Pistlar

24. október 2012

Þú getur breytt heiminum!

Venjulega koma á milli 3.000 og 4.000 manns á landsleikina okkar en mest hafa komið 6.000 manns á völlinn. En ég vil fá 10.000 manns! Með því að það verður uppselt á kvennalandsleikinn breytum við heiminum. Ekki bara hjá þeim 18 stelpum sem klæðast landsliðstreyjunni í leiknum. Heldur í huga allra lítilla stúlkna sem æfa íþróttir á Íslandi.

Pistlar

27. september 2012

Ísland - Best í heimi!

Ég tek hatt minn að ofan fyrir þeim rúmlega 600 knattspyrnuþjálfurum sem eru að vinna í að búa til næsta landsliðsmann og landsliðskonu. Starf þeirra er oft vanþakklátt en þau eru að skila rosalega góðu starfi

Pistlar

24. september 2012

Landsleikir í október 2012

Mótherjinn í umspilinu verður Úkraína, sem var eins og íslenska liðið í úrslitakeppninni í Finnlandi fyrir fjórum árum. Leikið verður heima og heiman og þetta verða án nokkurs vafa hörkuleikir þar sem lítið má útaf bregða. Í heimaleiknum verðum við Íslendingar að fjölmenna og styðja við bakið á íslenska liðinu.

Pistlar

14. september 2012

Dauðafæri og ÞÚ skiptir máli !

Á morgun, laugardag, spila stelpurnar við Norður Írland á Laugardalsvelli.  „Stuðningur þinn skiptir máli“ er gömul klisja sem við heyrum alltaf og vitum að er rétt. En stuðningur ÞINN skiptir stelpurnar miklu máli. Að ÞÚ komir á völlinn og takir þátt í leiknum með þeim.

Pistlar

25. júlí 2012

Margt framundan í fótboltanum

Mótin hafa í stórum dráttum gengið afar vel sem af er tímabili og fyrir utan þá leiki sem skipulagðir eru af KSÍ hafa verið haldin fjölmörg mót yngri iðkenda sem alltaf vekja mikla athygli og eru mikilvægur þáttur í grasrótarstarfi knattspyrnuhreyfingarinnar.

Pistlar

4. júlí 2012

Karl Guðmundsson - Minning

Knattspyrnuhreyfingin minnist við andlát Karls Guðmundssonar félaga sem tengdist leiknum ævilangt, fyrst innan vallar en síðan með áratuga starfi einkum við þjálfun og fræðslustörf. Þáttur Karls í uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu er stór og knattspyrnuhreyfingin á honum margt að þakka.

Pistlar

29. maí 2012

Hjartastuðtæki og neyðarsjúkratöskur

Landslið Íslands munu því framvegis ferðast með hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur ásamt hefðbundnum sjúkrabúnaði í öll sín verkefni, innanlands sem erlendis.

Pistlar

10. maí 2012

Hafsteinn Guðmundsson - Minning

Hafsteinn fékk heiðurskross KSÍ fyrir störf sín að knattspyrnumálum. Hann var tíður gestur á landsleikjum, fylgdist vel með og lagði gott til málanna. Áhugi hans á leiknum var sannur og entist ævilangt.

Pistlar

30. apríl 2012

Velkomin til leiks

Það er komið sumar og knattspyrnan fer í gang á völlum landsins. Mörg þúsund leikir munu fara fram í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem um 20 þúsund iðkendur reyna með sér.

Pistlar

29. mars 2012

Hin bjarta framtíð

Það er eflaust verið að bera í bakkafullan lækinn þegar talað er um hversu marga unga og efnilega leikmenn íslensk knattspyrna á, bæði í röðum karla og kvenna. Það þykir eflaust líka klisja að vera að tala um að framtíð íslenskrar knattspyrnu sé björt. En raunin er einfaldlega sú að þessar fullyrðingar eiga báðar rétt á sér.

Pistlar

12. mars 2012

Kveðja frá KSÍ

Sumir búa yfir þeim hæfileika í knattspyrnu að skora mörk. Framherjinn knái úr Vestmannaeyjum, Steingrímur Jóhannesson, var slíkur leikmaður. Steingrímur lék um árabil með knattspyrnuliði ÍBV við góðan orðstír, var lykilmaður í liði ÍBV sem varð tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari á árunum 1997 og 1998, og varð markakóngur efstu deildar árin 1998 og 1999

Pistlar

8. febrúar 2012

Starfsemi KSÍ meiri en nokkurn tímann fyrr

Skipulögð keppni í 100 ár sýnir vel vinsældir knattspyrnuleiksins og þann trausta grunn sem hann byggir á. Margir hafa komið við sögu og gert garðinn frægan með þátttöku sinni en aðrir hafa unnið afrek utan vallar við stjórnun og rekstur knattspyrnuliða. Íslandsmótið hefur laðað að sér æsku landsins til þátttöku í knattspyrnu, íþróttinni sem nýtur meiri vinsælda en nokkur önnur íþrótt um heim allan.

Pistlar

26. janúar 2012

Kveðja frá KSÍ

Sigursteini kynntist ég þegar hann var leikmaður í 2. aldursflokki. Áhugi hans á knattspyrnu var mikill og hæfileikaríkur var hann.  Keppnisskapið var einstakt sem og sigurviljinn. Hann var maður liðsheildarinnar og kunni að gefa af sér enda var hann strax í 2 . aldursflokki fenginn til að þjálfa yngstu iðkendurna

Pistlar

23. júní 2011

Mót okkar yngstu iðkenda

Þarna fá þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum, smjörþefinn af íþróttinni og skiptir því miklu máli að þessi fyrstu skref séu af jákvæðum toga.  Mótin marka oft hápunkt sumarsins hjá yngsta fólkinu okkar og foreldrum þeirra. 

Pistlar