6. febrúar 2015
Íslensk knattspyrna var í sviðsljósinu árið 2014, frábær frammistaða A landsliðs karla vakti athygli í heimi knattspyrnunnar. Sigur á HM bronsliði Hollands á Laugardalsvelli í október var tvímælalaust hápunktur ársins. Aldrei fyrr hefur sigurleikur í keppni skapað jafnmikla umfjöllun um íslenska knattspyrnu á erlendum vettvangi
12. desember 2014
Það var og er æðsti heiður hvers knattspyrnumanns að vera valinn til að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar í keppni, þar sem árangur næst ef leikmenn vinna saman og mynda sterka liðsheild. Sigmundur Ó. Steinarsson hefur ritað sögu íslenska landsliðsins.
4. desember 2014
Gunnar var einn af litríkustu knattspyrnumönnum landsins. Aðeins 17 ára 1948 var hann einn af þremur nýliðum sem hófu að leika með sterku og sigursælu liði KR, sem varð Íslandsmeistari 1948, 1949, 1950 og 1952 - og hann var fyrirliði meistaraliðs KR 1955.
18. nóvember 2014
Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að stemmingin í kringum landsliðin, ekki síst A landslið karla, hefur aukist jafnt og þétt undanfarið og síðustu leikir á Laugardalsvelli hafa verið ógleymanlegir vegna þess hversu mikill og kröftugur stuðningur hefur verið frá áhorfendum.
17. september 2014
Það er svolítið sérstakt að finnast maður vera að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um góðan árangur landsliðanna okkar á síðustu árum. Það er eitt að ná góðum árangri í einni undankeppni stórmóts, en það er enn meira afrek að endurtaka leikinn og viðhalda góðum árangri til lengri tíma.
2. júlí 2014
Yngstu iðkendurnir, börnin, eru framtíð íþróttarinnar okkar.  Við verðum að sýna börnunum okkar að þau gildi sem við metum mikils í knattspyrnu – agi, virðing, samstaða, liðsheild og háttvísi eiga líka við í hinu daglega lífi í okkar samfélagi. 
14. maí 2014
Næstu 5 mánuði fara fram mörg þúsund leikir í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem um 20 þúsund iðkendur reyna með sér í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ. Slíkt krefst skipulags og undirbúnings sem staðið hefur í allan vetur. Þetta er grunnurinn í starfsemi KSÍ og besti vitnisburðurinn um öflugt uppbyggingarstarf aðildarfélaga KSÍ.
13. maí 2014
Á knattspyrnusviðinu var Helgi í essinu sínu þegar flestir áhorfendur voru að fylgjast með og lék hann við hvurn sinn fingur og söng. Helgi var maður augnabliksins - sannkallaður "Wembley-leikmaður" sem kunni best við sig þegar uppselt var! Hans stærsta stund á sviðinu í landsliðsbúningi Íslands var án efa er hann lék Ólympíuleik fyrir framan 27.000 áhorfendur á Idrætsparken í Kaupmannahöfn 1959, þar sem Friðrik Danakonungur IX var meðal áhorfenda.
28. apríl 2014
Við fráfall Hannesar Þ. Sigurðssonar sér knattspyrnuhreyfingin á Íslandi á bak góðum félaga. Hannes var sæmdur æðsta heiðursmerki knattspyrnusambands Íslands, heiðurskrossinum, árið 2007, fyrir vel unnin störf sem dómari, fræðimaður og eftirlitsmaður. Hannes var skoðunarmaður reikninga hjá sambandinu í 60 ár, en lét af þeim störfum 2013 og var heiðraður fyrir vel unnin störf á ársþingi KSÍ 2013.
10. febrúar 2014
Árið 2013 var afar gott knattspyrnuár. Árangurinn var í heildina þannig, að réttilega er liðið ár sagt hið besta í íslenskri knattspyrnusögu. Góð uppskera byggir á mörgum þáttum en fyrst og fremst á traustum grunni.
12. nóvember 2013
Tólfan er aðal stuðningssveit íslenska landsliðsins og hefur verið það um nokkurra ára skeið.  Framlag Tólfunnar til þess árangurs sem A landslið karla hefur náð í undankeppninni fyrir HM 2014 er af ýmsum toga og að mörgu leyti ómetanlegt. 
19. október 2013
Á hverju ári fer fram umræða um niðurröðun leikja KSÍ. Þessi umræða er oft keimlík og tekur mið af þeim viðfangsefnum sem glímt er við hverju sinni. KSÍ þarf að vanda sína niðurröðun og taka tillit til fjölda sjónarmiða en umfram allt að bjóða upp á skipulag sem þjónar hagsmunum aðildarfélaga sinna.
17. september 2013
Nú í lok ágúst tók Víkingur Ólafsvík þátt í Evrópukeppni félagsliða í Futsal (innanhúsfótbolta) en þeir tryggðu sér þar þátttökurétt sem ríkjandi Íslandsmeistarar.  Stórhuga, eins og Ólafsvíkingum sæmir, þá sóttu þeir um að halda riðil á heimavelli sem þeir og fengu. 
22. júlí 2013
A landslið kvenna hefur nú lokið keppni í úrslitakeppni EM í Svíþjóð en liðið náði þar þeim merka áfanga að leika í úrslitum 8 bestu liða Evrópu. Þjálfarateymi liðsins, starfsmenn og leikmennirnir settu sér það eina og raunhæfa markmið að gera betur en áður, stíga skrefinu lengra en áður hefur verið stigið og það tókst með miklum ágætum.
10. júlí 2013
Það er flestum okkar enn í fersku minni þegar Írar komu í heimsókn á frosinn Laugardalsvöllinn seint að hausti 2008, þegar EM-sætið var tryggt í fyrsta sinn. Þjóðin hreifst með og kvennalandsliðið hefur notið gríðarlegra vinsælda hér á landi og eiga leikmenn það svo sannarlega skilið.
4. júlí 2013
Ólafur Rafnsson var öflugur málsvari íþrótta á Íslandi, það var honum í blóð borið enda sannur keppnismaður. Hann var leiðtogi okkar og miðlaði málum þannig að sátt og samlyndi ríkti innan vébanda ÍSÍ.
28. júní 2013
Við kveðjum einn besta talsmann knattspyrnunnar og góðan félaga með söknuði en minningin um Hemma Gunn mun lifa. Við sendum ættingjum og vinum Hermanns innilegar samúðarkveðjur.
7. maí 2013
Í samningi dómara og KSÍ til þriggja ára eru greiðslur fyrir dómarastörf flokkaðar eftir erfiðleikastigi og taka mið af hraða og ákefð leiksins. Þetta var sameiginleg niðurstaða og sama fyrirkomulag gildir hvort heldur karlar eða konur eiga í hlut! Dómaragreiðslur eru með öðrum orðum óháðar kynferði, eins og þekkist um allan heim