2. febrúar 2018
Það er óhætt að segja að við séum að lifa skemmtilega tíma sem áhugafólk um fótbolta. Við eigum svo sannarlega að njóta augnabliksins núna sem stuðningsmenn landsliðanna okkar.
31. janúar 2018
Allt frá árinu 1886 hefur IFAB verið verndari knattspyrnulaganna um heim allan. Nefndin er nú skipuð átta fulltrúum, þ.e. fjórum frá Alþjóða knattspyrnusambandinu (FIFA) og fjórum frá bresku knattspyrnusamböndunum (Englandi, Skotlandi, Wales og N-Írlandi), en til þess að tillaga að lagabreytingu nái fram að ganga þurfa sex af átta fulltrúum IFAB að samþykkja hana.
22. desember 2017
Knattspyrnuárið 2017 hefur verið sannkallaður rússíbani fyrir knattspyrnuáhugafólk og framganga landsliðanna okkar hefur skapað ómetanlegar minningar.
31. júlí 2017
Nú hef ég verið að dæma fótbolta í sjö ár, þar af fimm ár í efstu deild kvenna. Áður fyrr spilaði ég fótbolta en þegar ég var 17 ára meiddist ég og þurfti að taka árs frí. Endurhæfingin gekk seint og ég var að verða verulega eirðarlaus.
14. júlí 2017
Enn á ný erum við að fara með íslenskt kvennalandslið í úrslit á stórmóti. Þetta er eftirtektarverður árangur og endurspeglar þá sterku stöðu sem að kvennaknattspyrnan hefur á Íslandi. Við erum á leið til Hollands til þess að ná góðum árangri og markmiðið hlýtur að vera að komast upp úr riðlinum og síðan getur allt gerst.
7. júní 2017
Mig langar til þess að hvetja alla knattspyrnuunnendur og stuðningsmenn til þess að mæta á völlinn og hvetja liðið sitt í sumar. Íslandsmótið er gríðarlega umfangsmikið í öllum flokkum og deildum. Metnaðurinn er mikill og leikmenn sem þjálfarar setja sér markmið fyrir sumarið.
28. apríl 2017
Það líður að upphafi knattspyrnuvertíðar og vor í lofti. Knattspyrnuspekingar á öllum aldri, konur og karlar skiptast á skoðunum sem aldrei fyrr - sem betur fer - því yfir 20.000 iðkendur knattspyrnu eiga sér fjölskyldur og vini, sem hafa brennandi áhuga á fótbolta!
11. febrúar 2017
Síðasta ár var sennilega það besta í sögu KSÍ innan sem utan vallar. Ógleymanlegar minningar eru margar um sigra og skemmtilegar stundir á vellinum og stuðningur áhorfenda var stórkostlegur. Krafturinn og dugnaðurinn í forystufólki íslenskra knattspyrnu er einstakur. Þið eigið hrós skilið fyrir ykkar miklu og óeigingjörnu störf.
3. febrúar 2017
Þátttaka Íslands á EM 2016 verður lengi í minnum höfð. Árangur landsliðsins var umfram væntingar og vakti athygli um heim allan. Íslensku stuðningsmennirnir sem fjölmenntu til Frakklands gerðu sitt til að gera keppnina ógleymanlega og víkingaklappið vakti enn frekar athygli á íslenska liðinu. Á Íslandi snerist mest allt um fótbolta og gleðin yfir árangri liðsins var ósvikin hjá þjóðinni.
26. ágúst 2016
Leikurinn gegn Skotum er merkilegur, ekki bara fyrir þær sakir að Ísland getur þar tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM, heldur líka að þann 20. september eru nákvæmlega 35 ár síðan að íslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta landsleik.
25. apríl 2016
Íslandsmótið í knattspyrnu hefst um næstu helgi, 1. maí, í 105. sinn frá því fyrsta mótið fór fram 1912. Næstu 5 mánuði fara fram mörg þúsund leikir í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem rúmlega 20 þúsund iðkendur reyna með sér í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ.
8. febrúar 2016
Loksins er Ísland á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM karla í knattspyrnu. Það var stór stund þegar dómarinn flautaði til leiksloka á Laugardalsvelli 6. september síðastliðinn. Markalaust jafntefli Íslands og Kasakstan var staðreynd og íslenska landsliðið hafði tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi.
14. desember 2015
Íslensk knattspyrna er á vegferð sem mun halda áfram. Um það er ég sannfærður. Landslið okkar af báðum kynjum og í öllum aldursflokkum halda áfram að ná eftirtektarverðum árangri. Félagsliðin halda áfram að ná eftirtektarverðum árangri í Evrópukeppni. Það góða og mikla starf sem unnið hefur verið í aðildarfélögum KSÍ, vöxtur þjálfaramenntunar í yngri flokkum, og sú uppbygging sem hefur átt sér stað á knattspyrnumannvirkjum með stuðningi sveitarfélaga, á stóran þátt í þessum árangri.
28. júlí 2015
A landslið karla leikur í haust síðustu 4 leikina í undankeppni EM eins og kunnugt er. Góður árangur í þessum leikjum getur tryggt liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi. Það yrði í fyrsta sinn sem A landslið karla næði slíkum árangri. 
23. júní 2015
Kæru vinir.  Fyrir hönd KSÍ er það mér sönn ánægja að bjóða alla gesti hjartanlega velkomin til okkar lands til að taka þátt í úrslitakeppni EM U17 landsliðs kvenna.
28. apríl 2015
Boltinn fer að rúlla á völlum landsins um næstu helgi þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í 104. skipti. Reyndar hefst bikarkeppni KSÍ 1. maí nk. Langur undirbúningur er að baki og þar hefur deildarbikarkeppni KSÍ skipað veigamikinn sess.
19. febrúar 2015
Á þessum tímamótum og í kjölfar vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars n.k. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs , sé rétt að stíga þetta skref. 
16. febrúar 2015
Um nýliðna helgi var haldið ársþing KSÍ og á föstudag málþing um stöðu kvenna innan íþróttahreyfingarinnar. Á þessum tveimur viðburðum var ýmislegt til umfjöllunar sem vekja má athygli á til viðbótar því sem fjölmiðlar mátu fréttnæmast.