9. febrúar 2019
Ásgeir Ásgeirsson, Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason og Þorsteinn Gunnarsson hafa verið kosin í aðalstjórn KSÍ.
9. febrúar 2019
Guðni Bergsson hefur verið endurkjörinn sem formaður KSÍ til næstu tveggja ára með 119 atkvæðum af 147 mögulegum.
9. febrúar 2019
Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru sæmd gullmerki ÍSÍ á ársþingi KSÍ.
9. febrúar 2019
Á 73. ársþingi KSÍ voru veittar viðurkenningar fyrir háttvísi í deildarkeppni. Dragostytturnar eru veittar í Pepsi-deild karla og Inkasso deildinni en sérstök háttvísiverðlaun í öðrum deildum.
9. febrúar 2019
Dómaraverðlaun KSÍ fyrir árið 2018 hlýtur ÍA. Hjá ÍA er starfandi öflugt dómarafélag, Knattspyrnudómarafélag Akraness (KDA), sem stofnað var árið 1970 og er því orðið 49 ára gamalt.
9. febrúar 2019
Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir 2018 hlýtur RÚV vegna þáttagerðar og umfjöllunar um HM 2018 og Rás 1 og Guðmundur Björn Þorbjörnsson fyrir útvarpsþættina Markmannshanskarnir hans Alberts Camus.
9. febrúar 2019
FC Sækó og Þróttur R. hlutu Grasrótarverðlaun KSÍ á 73. ársþingi KSÍ.
9. febrúar 2019
73. ársþing KSÍ er hafið, en það er haldið á Hilton Reykjavík Nordica. Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu og verður fylgst með afgreiðslu þeirra hér á síðu KSÍ.
8. febrúar 2019
KSÍ stóð í dag fyrir málþingi í tengslum við Ársþing KSÍ 2019 undir yfirskriftinni: Málþing um ýmis málefni sem tengjast knattspyrnunni á Íslandi.
1. febrúar 2019
Rekstur KSÍ á árinu 2018 var hagstæðari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrartekjur sambandsins námu 2.431 mkr., en áætlun gerði ráð fyrir 2.419 mkr. Rekstrarkostnaður KSÍ var undir áætlun, eða 1.929 mkr, en áætlun gerði ráð fyrir 2.014 mkr. Rekstrarhagnaður ársins fyrir fjármagnsliði og ráðstöfun til aðildarfélaga nam 502 mkr.
28. janúar 2019
Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.
16. janúar 2019
Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 26. janúar nk.
4. janúar 2019
73. ársþing KSÍ fer fram á Hilton Reykjavík Nordica þann 9. febrúar næstkomandi. Minnt er á að tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 9. janúar nk.
11. desember 2018
KSÍ minnir á að tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á ársþingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing, eða í síðasta lagi miðvikudaginn 9. janúar nk.
3. desember 2018
73. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 9. febrúar 2019. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi:
6. mars 2018
Hér að neðan má sjá þinggerð 72. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hilton Nordica, Reykjavík 10. febrúar síðastliðinn
20. febrúar 2018
Jóhannes Ólafsson var sæmdur Gullmerki KSÍ á ársþingi sambandsins á laugardaginn, en hann gaf ekki kost á sér að nýju í stjórn KSÍ eftir að hafa setið þar síðan 2013, og í varastjórn frá 2000.
10. febrúar 2018
Íþróttafélagið Ösp hefur verið leiðandi í knattspyrnu fatlaðra hér á landi undanfarin ár. Blómstrandi knattspyrna er í boði fyrir fatlaða einstaklinga undir handleiðslu Darra McMahon, knattspyrnuþjálfara og framkvæmdastjóra félagsins.