Verslun
Leit
SÍA
Leit

11. febrúar 2017

Breiðablik fær viðurkenningu fyrir dómaramál

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að veita Breiðablik viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í dómaramálum. Ekkert félag á Íslandi þarf að útvega dómara á jafn marga leiki og Breiðablik og hefur frammistaða þeirra verið til fyrirmyndar í hvívetna.

Ársþing

11. febrúar 2017

Fjölnir og Grindavík fengu Dragostytturnar

Fjölnir og Grindavík fengu Dragostytturnar á 71.. ársþingi KSÍ sem haldið er í Höllinni í Vestmannaeyjum.  Þá fengu Afturelding, Reynir Sandgerði og Ýmir viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Ársþing

11. febrúar 2017

Geir sæmdur gullmerki ÍSÍ

Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ.  Það var Helga Steinunn Guðmundsdóttir, varaforseti ÍSÍ, sem sæmdi Geir merkinu á ársþingi KSÍ í dag en þingið fer fram í Vestmannaeyjum.

Ársþing
Geir kosinn heiðursformaður

11. febrúar 2017

Geir kosinn heiðursformaður

Á ársþingi KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum var Geir Þorsteinsson kosinn heiðursformaður sambandsins. Heiðursformenn KSÍ eru nú 3, þeir Geir Þorsteinsson, Eggert Magnússon og Ellert B Schram

Ársþing

11. febrúar 2017

Guðni Bergsson kjörinn formaður KSÍ

Guðni Bergsson var í dag kjörinn formaður KSÍ en kjörið fór fram á 71. ársþingi KSÍ sem fram fór í Vestmannaeyjum.  Hann hlaut 83 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Björn Einarsson, fékk 66 atkvæði.  Guðni verður níundi formaður KSÍ en hann tekur við embættinu af Geir Þorsteinssyni sem lét af embætti eftir 10 ára sem formaður.

Ársþing

11. febrúar 2017

71. ársþingi KSÍ lokið

Ársþingi KSÍ, því 71. í röðinni, er lokið og var Guðni Bergsson þar kosinn formaður til tveggja ára. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem bauð sig ekki fram til endurkjörs eftir 10 ára starf sem formaður. Tveir nýir aðilar komu inn í stjórn KSÍ en 8 frambjóðendur voru í kjöri um 4 sæti.

Ársþing

9. febrúar 2017

Hörður Magnússon hlýtur Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016

Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum.

Ársþing

9. febrúar 2017

Sjónvarp Símans hlýtur Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016

Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans.

Ársþing

9. febrúar 2017

Tólfan hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016

Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin.

Ársþing

8. febrúar 2017

Dagskrá 71. ársþings KSÍ

Ársþing KSÍ, það 71. í röðinni, verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum, laugardaginn 11. febrúar.  Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:30.  Hér að neðan má sjá dagskrá þingsins.

Ársþing

8. febrúar 2017

Upplýsingar um 71. ársþing KSÍ

Vert er að vekja athygli á að hægt er að nálgast allar upplýsingar varðandi 71. ársþing KSÍ á einum stað hér á heimasíðunni.  Birtar hafa verið m.a. þær tillögur sem liggja fyrir þinginu sem og upplýsingar og nöfn þeirra sem eru í framboði.  Þá er birtur nafnalisti fyrir skráða þingfulltrúa og er hann uppfærður reglulega eða sem tilefni er til.

Ársþing

7. febrúar 2017

Fjöldi þingfulltrúa á 71. ársþingi KSÍ - Uppfært

Laugardaginn 11. febrúar næstkomandi fer fram 71. ársþing KSÍ og verður það haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum.  Alls hafa 153 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 147 fulltrúa frá 23 héraðssambandi eða íþróttabandalögum.

Ársþing

3. febrúar 2017

Metár hjá KSÍ

Árið 2016 fer í sögubækurnar sem frábært knattspyrnuár, bæði innan sem utan vallar. Þar ber hæst frábær árangur landsliðanna og þátttaka Íslands á EM í Frakklandi.

Ársþing

30. janúar 2017

Framboð á 71. ársþingi KSÍ

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ og eru þau birt í stafrófsröð.

Ársþing

27. janúar 2017

Tillögur á 71. ársþingi KSÍ

Ársþing KSÍ, það 71. í röðinni, verður haldið í Höllinni Vestmannaeyjum, laugardaginn 11. febrúar næstkomandi.  Þingið verður sett kl. 11:00 og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 18:00 sama dag.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Ársþing

20. janúar 2017

Kosningar í stjórn á 71. ársþingi KSÍ

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 28. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Ársþing

9. desember 2016

Knattspyrnuþing 2017

71. ársþing KSÍ verður haldið í Höllinni, Vestmannaeyjum 11. febrúar 2017. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi:

Ársþing

5. desember 2016

Knattspyrnuþing 2017 - Boðun

Ársþing KSÍ, það 71. í röðinni, verður haldið í Höllinni, Vestmanneyjum 11. febrúar næstkomandi. Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar næstkomandi.

Ársþing