Verslun
Leit
SÍA
Leit

14. mars 2016

Þinggerð 70. ársþings KSÍ

Hér að neðan má sjá þinggerð 70. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var Hilton Nordica Reykjavík, 13. febrúar síðastliðinn.

Ársþing

13. febrúar 2016

Tindastóll fær Grasrótarverðlaun KSÍ

Grasrótarverðlaun KSÍ árið 2016 hlýtur Ungmennafélagið Tindastóll. Tindastóll hefur um áraraðir haldið úti knattspyrnumóti fyrir bæði stráka og stelpur með miklum sóma, Landsbankamót Tindastóls fyrir stúlkur í 6. og 7. flokki og Króksmót Tindastóls fyrir drengi í 5., 6. og 7. flokki.

Ársþing

13. febrúar 2016

Stjarnan fær Kvennabikarinn 2015

Það var Stjarrnan sem hlaut Kvennabikarinn fyrir árið 2015 en það eru verðlaun fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna.  Verðlaunin voru veitt á 70. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hótel Nordica Reykjavík.  Þá fengu Hamrarnir viðurkenningu fyrir prúðmannlega framkomu í 1. deild kvenna á síðasta tímabili.

Ársþing

13. febrúar 2016

70. ársþing KSÍ hafið - Fylgist hér með framvindu þingsins

Nú er nýhafið 70. ársþing KSÍ en það haldið á Hilton Nordica Reykjavík.  Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu og verður fylgst með afgreiðslu þeirra hér í þessari frétt og verður hún uppfærð reglulega.

Ársþing

13. febrúar 2016

Fjölmiðlaverðlaun til RUV og Guðjóns Guðmundssonar

Það voru tveir aðilar sem fengu afhent fjölmiðlaverðlaun á 70. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hótel Nordica Reykjavík.  Annars vegar var það RUV vegna útsendinga á leikjum í undankeppn EM og hinsvegar Guðjón Guðmundsson sem hefur séð um þætti um knatspyrnumót yngstu iðkendanna

Ársþing

13. febrúar 2016

Breiðablik og Víkingur Ólafsvík fá Dragostytturnar

Breiðablik og Víkingur Ólafsvík fengu Dragostytturnar á 70. ársþingi KSÍ sem haldið er Hótel Nordica Reykjavík.  Þá fengu KV, KFS og Kóngarnir viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Ársþing

13. febrúar 2016

FC Sækó fær Jafnréttisverðlaun KSÍ

Það er FC Sækó sem hlýtur Jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni.  Fótboltaverkefnið Geðveikur fótbolti og fótboltaliðið FC Sækó byrjaði í nóvember 2011 og er samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, geðdeildar Landspítalans og Hlutverkaseturs.

Ársþing

13. febrúar 2016

Setningarræða formanns á 70. ársþingi KSÍ

Ársþing KSÍ, það 70. í röðinni, stendur nú yfir á Hilton Nordica Reykjavík en þingið var sett kl. 10:30.  Þingið hófst með setningarræðu formanns, Geirs Þorsteinssonar, og er hana að finna hér að neðan.

Ársþing

13. febrúar 2016

70. ársþingi KSÍ lokið

Rétt í þessu lauk 70. ársþingi KSÍ sem haldið var á Hótel Nordica Reykjavík.  Fréttir af afgreiðslu tillagna má finna hér á síðunni. Ekki urðu breytingar á stjórn KSÍ að þessu sinni en sitjandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til endurkjörs og bárust ekki önnur framboð.

Ársþing

10. febrúar 2016

Fjöldi þingfulltrúa á 70. ársþingi KSÍ

Laugardaginn 13. febrúar næstkomandi fer fram 70. ársþing KSÍ á Hilton Nordica Reykjavík.  Alls hafa 146 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 88 fulltrúa frá 13 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum.  Þingið verður sett að þessu sinni kl. 10:30.

Ársþing

10. febrúar 2016

Dagskrá 70. ársþings KSÍ

Ársþing KSÍ, það 70. í röðinni, fer fram á Hilton Nordica Reykjavík laugardaginn 13. febrúar.  Vakin er sérstök athygli á því að þingið hefst kl. 10:30 en afhending þinggagna hefst kl. 09:30.  Hér að neðan má finna dagskrá þingsins.

Ársþing

5. febrúar 2016

Rekstur KSÍ í samræmi við áætlun

Rekstur KSÍ á árinu 2015 var í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun á ársþingi 2015. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2015 námu 1.112 milljónum króna samanborið við 1.067 milljónir króna árið á undan. Eignir námu 581 milljón króna en þar af var handbært fé 152 milljónir. Eigið fé KSÍ var 221 milljón króna í árslok 2015.

Ársþing

1. febrúar 2016

Framboð á 70. ársþingi KSI

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. 

Ársþing

29. janúar 2016

Tillögur á 70. ársþingi KSÍ

Ársþing KSÍ, það 70. í röðinni verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, 13. febrúar næstkomandi.  Þingið verður sett kl. 10:30 að þessu sinni.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Ársþing

8. janúar 2016

Kosningar í stjórn á 70. ársþingi KSÍ

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 30. janúar næstkomandi.  Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Ársþing

18. desember 2015

Knattspyrnuþing 2016

70. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 13. febrúar nk. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér upplýsingar undir hlekknum hér að neðan.  Nánari upplýsingar um þingið og tillögur verða sendar til sambandsaðila í janúar, hálfum mánuði fyrir þing.

Ársþing

8. desember 2015

70. ársþing KSÍ haldið í Reykjavík 13. febrúar 2016

70. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 13. febrúar 2016.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 13. janúar nk.

Ársþing

18. mars 2015

Þinggerð 69. ársþings KSÍ

Hér að neðan má sjá þinggerð 69. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var Hilton Nordica Reykjavík, 14. febrúar síðastliðinn.

Ársþing