26. febrúar 2015
Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar að loknu ársþingi KSÍ var m.a. skipað í embætti innan stjórnar. Guðrún Inga Sívertsen verður varaformaður, Gylfi Þór Orrason gjaldkeri stjórnar og Gísli Gíslason er ritari stjórnar.  Á fundinum var jafnframt ákveðið að Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, muni gegna starfi framkvæmdastjóra KSÍ tímabundið, þar til annað verður ákveðið.
14. febrúar 2015
Núna kl. 11:00 hófst 69. ársþing KSÍ og fer það fram á Hilton Nordica Reykjavík.  Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu sem og að tveir aðilar eru í formannskjöri.  Við munum fylgjast með hér á síðunni og uppfærum þessa frétt reglulega.
14. febrúar 2015
Jafnréttisverðlaun KSÍ hlýtur Þórður Einarsson, framkvæmdastjóri Leiknis.  Þórður Einarsson er Leiknismaður og Breiðhyltingur fram í fingurgóma.  Hann lék með Leikni í yngri flokkum og í meistaraflokki og hefur þjálfað og starfað þar um langt árabil, þrátt fyrir ungan aldur. 
14. febrúar 2015
Grasrótarverðlaun KSÍ hlýtur Sigríður Arndís Jóhannsdóttir.  Sigríður, sem starfar sem verkefnastjóri hjá þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, hefur staðið fyrir fótboltaæfingum fyrir utangarðsmenn.  Æfingarnar hafa farið fram einu sinni í viku á Klambratúni og hafa um 20 aðilar mætt á þessar æfingar, um 6 – 8 í einu. 
14. febrúar 2015
Á árinu sem leið gafst knattspyrnuáhugafólki kostur á að sjá fleiri innlenda leiki í beinni útsendingu vefsjónvarps en nokkru sinni fyrr. Vefsíðan Sport TV á þarna stærstan þátt. Þetta þýðir að á árinu 2014 gat knattspyrnuáhugafólk horft á tæplega eitt hundrað leiki í beinni útsendingu á Sport TV.
14. febrúar 2015
KR og ÍA fengu Dragostytturnar á 69. ársþingi KSÍ sem haldið er Hótel Nordica Reykjavík.  Þá fengu Fjarðabyggð, Höttur og KFG viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna
14. febrúar 2015
Það var Stjarrnan sem hlaut Kvennabikarinn fyrir árið 2014 en það eru verðlaun fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna.  Verðlaunin voru veitt á 69. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hótel Nordica Reykjavík.  Þá fékk Tindastóll viðurkenningu fyrir prúðmannlega framkomu í 1. deild kvenna á síðasta tímabili.
14. febrúar 2015
Verðlaun voru veitt tveimur félögum fyrir góða frammistöðu í dómaramálum.  Sem fyrr þurfti að uppfylla 10 skilyrði til þess að teljast fyrirmyndarfélag í þeim efnum.  FH og ÍA stóðust skilyrðin og teljast því vera fyrirmyndarfélög í dómaramálum 2014.  Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, afhenti þessum félögum viðurkenningu á 69. ársþingi KSÍ.
14. febrúar 2015
Íslensk knattspyrna var í sviðsljósinu árið 2014, frábær frammistaða A landsliðs karla vakti athygli víða og langt út fyrir strendur Íslands. Sigur á HM bronsliði Hollands á Laugardalsvelli í október var tvímælalaust hápunktur ársins. Aldrei fyrr hefur sigurleikur landsliðs okkar skapað jafnmikla umfjöllun um íslenska knattspyrnu á erlendum vettvangi.
14. febrúar 2015
Rétt í þessu lauk 69. ársþingi KSÍ sem haldið var á Hótel Nordica Reykjavík.  Fréttir af afgreiðlsu tillagna má finna annars staðar á síðunni.  Tveir voru í kjöri formanns KSÍ, Geir Þorsteinsson og Jónas Ýmir Jónasson.  Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára.
13. febrúar 2015
Sérstakur gestur á 69. ársþingi KSÍ, sem fram fer á Hilton Hótel Nordica á laugardag, verður Karen Espelund, sem setið hefur í framkvæmdastjórn UEFA síðan 2011. Karen er norsk og gegndi m.a. stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Noregs um 10 ára skeið.
11. febrúar 2015
Laugardaginn 14. febrúar næstkomandi fer fram 69. ársþing KSÍ á Hilton Nordica Reykjavík.  Alls hafa 146 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 133 fulltrúa frá 18 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum.
11. febrúar 2015
Ársþing KSÍ, það 69. í röðinni, fer fram á Hilton Nordica Reykjavík laugardaginn 14. febrúar og hefst kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00. Hér að neðan má finna dagskrá þingsins.
6. febrúar 2015
Rekstur KSÍ á árinu 2014 er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun frá ársþingi.  Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2014 námu 1.067 milljónum króna samanborið við 972 milljónir króna árið á undan. Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af auknu framlagi frá FIFA og auknum sjónvarpstekjum.  Rekstrarkostnaður KSÍ var um 910 milljónir króna og lækkar frá fyrra ári um 18 milljónir króna.
2. febrúar 2015
69. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, 14. febrúar nk. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:
2. febrúar 2015
Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.
26. janúar 2015
Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2014. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi. 
12. janúar 2015
Ársþing KSÍ verður haldið þann 14. febrúar næstkomandi.  Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing, eða í síðasta lagi 31. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar, ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.