12. desember 2014
69. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica, Reykjavík 14. febrúar nk.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 14. janúar nk Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar: 
25. mars 2014
Hér að neðan má sjá þinggerð 68. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, 15. febrúar síðastliðinn.
18. mars 2014
Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar, sem haldinn var 13. mars var m.a. skipað í embætti innan stjórnar sem og skipað í fastanefndir KSÍ. Gísli Gíslason er nýr ritari stjórnar og Jóhannes Ólafsson kemur nýr inn í stjórn Knattspyrnusambandsins ásamt því að Ingvar Guðjónsson kemur inn í varastjórn.
18. febrúar 2014
Á 68. ársþingi KSÍ sem haldið var á Akureyri um nýliðna helgi, voru þeir Guðni Kjartansson og Jón Gunnlaugsson sæmdir Heiðurskrossi KSÍ.  Heiðurskross þessi, sem er æðsta heiðursmerki KSÍ, veitist aðeins undir alveg sérstökum kringumstæðum þeim, sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn.
18. febrúar 2014
Lúðvík Georgsson var, á 68. ársþingi KSÍ, sæmdur Heiðurskrossi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og var það Hafsteinn Pálsson, formaður heiðursráðs sambandsins, sem sæmdi Lúðvík krossinum.
15. febrúar 2014
Verðlaun voru veitt sex félögum fyrir góða frammistöðu í dómaramálum. Sem fyrr þurfti að uppfylla 10 skilyrði til þess að teljast fyrirmyndarfélag í þeim efnum. FH, Fylkir, ÍA, KA, Sindri og Völsungur stóðust skilyrðin og teljast því vera fyrirmyndarfélög í dómaramálum 2013
15. febrúar 2014
Guðmundur Benediktsson hlaut fjölmiðlaviðurkenningu á 68. ársþingi KSÍ sem fram fer á Akureyri. Guðmundur fær verðlaunin fyrir að hafa glætt útvarpslýsingar frá fótboltaleikjum nýju lífi með eftirminnilegum hætti, svo eftir hefur verið tekið. Lýsingar hans eru lifandi, hrífandi, hnyttnar, áhugaverðar, spennandi og dramatískar.
15. febrúar 2014
Rétt í þessu var 68. ársþingi KSÍ að ljúka en það var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sleit þinginu um kl. 16:00 og má sjá fréttir af afgreiðslu tillagna hér og aðrar fréttir af þinginu er hægt að finna hér.
15. febrúar 2014
Hér að neðan má sjá tillögur sem KSÍ hefur borist og teknar verða til afgreiðslu á ársþinginu. Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni undir "Um KSÍ" og "Ársþing". 
15. febrúar 2014
Ársþing KSÍ, það 68. í röðinni, hefur verið sett en það fer fram í Menningahúsinu Hofi á Akureyri.  Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, setti þingið kl. 11:00 í morgun og hér að neðan má sjá setningarræðu formanns
15. febrúar 2014
KR og Grindavík fengu Dragostytturnar á 68. ársþingi KSÍ sem haldið er Menningarhúsinu Hofi.  Þá fengu HK, Fjarðabyggð og Árborg viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.
15. febrúar 2014
Það var Stjarrnan sem hlaut Kvennabikarinn fyrir árið 2013 en það eru verðlaun fyrir háttvísi í Pepsi-deild kvenna.  Verðlaunin voru veitt á 68. ársþingi KSÍ sem haldið er í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
15. febrúar 2014
Barna- og unglingaráð Dalvíkur fékk Jafnréttisverðlaun KSÍ á 68. ársþingi KSÍ. Verðlaunin fengu þau fyrir verkefni sem miðaði að því að fjölga iðkendum af erlendum uppruna og hefur gengið afar vel.
15. febrúar 2014
Fram hlaut sérstaka viður-kenningu fyrir besta grasrótarverkefni ársins 2013. Veturinn 2012-2013 hóf Knattspyrnudeild Fram tilraun með að bjóða upp á fótboltaæfingar á leikskólatímum fyrir börn á leikskólaaldri, þannig að börnin myndu æfa á þeim tímum dagsins sem þau voru í leikskólanum, en ekki seinnipart dags.
13. febrúar 2014
Laugardaginn 15. febrúar næstkomandi fer fram 68. ársþing KSÍ í Hofi á Akureyri. Alls hafa 144 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 122 fulltrúa.Smellið hér að neðan til að skoða yfirlit yfir þá aðila sem tilkynntir hafa verið sem þingfulltrúar.
11. febrúar 2014
Ársþing Knattspyrnusambands Íslands 2014, það 68. í röðinni, fer fram í Hofi á Akureyri laugardaginn 15. febrúar næstkomandi.  Afhending þinggagna hefst kl. 10:00.  Dagskrá þingsins má skoða með því að smella hér að neðan.
7. febrúar 2014
KSÍ birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2013.  Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2013 námu 972 milljónum króna samanborið við 842 milljónir króna á árinu 2012. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er hagnaður af starfsemi KSÍ ríflega 57 milljónir króna.   Þegar tillit er tekið til styrkja og framlaga til aðildarfélaga var tap á rekstrinum að upphæð 28 milljónir króna. 
3. febrúar 2014
Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.