Verslun
Leit
SÍA
Leit

1. febrúar 2014

Tillögur á 68. ársþingi KSÍ

68. ársþing KSÍ verður haldið í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, 15. febrúar næstkomandi.  Þingið verður sett kl. 11:00 laugardaginn 15. febrúar og gert er ráð fyrir að því ljúki um kl. 16:00 sama dag. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Ársþing

14. janúar 2014

Tillögur fyrir 68. ársþing KSÍ skulu berast í síðasta lagi 15. janúar

Eins og kunnugt er verður 68. ársþing KSÍ haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 15. febrúar næstkomandi.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 15. janúar næstkomandi.

Ársþing

14. janúar 2014

Kosningar á 68. ársþingi KSÍ

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 1. febrúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Ársþing

13. janúar 2014

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ 2013

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2013. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi. 

Ársþing

16. desember 2013

Fjöldi þingfulltrúa á 68. ársþingi KSÍ

68. ársþing KSÍ verður haldið í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri 15. febrúar næstkomandi.  Að neðan er listi yfir fjölda þingfulltrúa. Sambandsaðilar eru beðnir um að fara yfir listann og gera athugasemdir ef þörf krefur.

Ársþing

5. desember 2013

Knattspyrnuþing 2014 - Boðun

68. ársþing KSÍ verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 15. febrúar næstkomandi.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 15. janúar næstkomandi.

Ársþing

20. mars 2013

Þinggerð 67. ársþings KSÍ

Hér að neðan má sjá þinggerð 67. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hilton Nordica Hótel 9. febrúar síðastliðinn.

Ársþing

11. febrúar 2013

Hannes Þ. Sigurðsson sérstaklega heiðraður

Á ársþingi KSÍ síðastliðinn laugardag var Hannes Þ. Sigurðsson sérstaklega heiðraður fyrir sín störf innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hannes hefur komið víða við í hreyfingunni sem hefur fengið að njóta krafta hans á mörgum sviðum.

Ársþing

9. febrúar 2013

FB fékk Jafnréttisviðurkenningu KSÍ

Jafnréttisviðurkenning KSÍ var afhent á 67. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir. Í þetta skiptið var Fjölbrautarskólinn í Breiðholti heiðraður fyrir verkefnið "Unified football" sem byggir á liðsskipan fatlaðra og ófatlaðra.

Ársþing

9. febrúar 2013

UMFÍ fékk viðurkenningu fyrir Grasrótarviðburð ársins

Ungmennafélag Íslands fékk Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA fyrir Grasrótarviðburð ársins. Viðurkenningin er fyrir knattspyrnumót á Unglingalandsmóti UMFÍ.

Ársþing

9. febrúar 2013

Setningarræða formanns á 67. ársþingi KSÍ

Nú stendur yfir 67. ársþing KSÍ og fer það fram á Hótel Hilton Nordica. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, setti þingið kl. 11:00 í morgun og hér að neðan má sjá setningarræðu Geirs

Ársþing

9. febrúar 2013

67. ársþingi KSÍ lokið

Rétt í þessu var 67. ársþingi KSÍ að ljúka á Hilton Reykjavík Nordica. Þinginu lauk um kl. 15:30. Fréttir af afgreiðslu tillagna má sjá hér og aðrar fréttir af þinginu er hægt að finna hér.  Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ til tveggja ára en hann var einn í framboði.

Ársþing

9. febrúar 2013

ÍA og Haukar fengu Dragostytturnar

ÍA og Haukar fengu Dragostytturnar á 67. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hilton Nordica Hótel. Þá fengu HK og Árborg viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2. og 3. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.

Ársþing

9. febrúar 2013

ÍBV fékk háttvísiverðlaun í Pepsi-deild kvenna

Háttvísisverðlaun í Pepsi-deild kvenna voru veitt á 67. ársþingi KSÍ og var það ÍBV sem hlaut verðlaunin að þessu sinni.

Ársþing

9. febrúar 2013

Sigmundur Ó. Steinarsson fékk viðurkenningu

Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2012 hlýtur Sigmundur Ó. Steinarsson. Sigmundur er knattspyrnuáhugafólki vel kunnur, enda hefur hann fjallað um knattspyrnu í áratugi, lengst af sem blaðamaður á Morgunblaðinu og yfirmaður íþróttadeildar þar.

Ársþing

9. febrúar 2013

67. ársþing KSÍ hafið - Fylgst með afgreiðslu tillagna

Ársþing KSÍ, það 67. í röðinni, var sett kl. 11:00 í morgun. Fyrir þinginu liggja fyrir tvær tillögur. Þessar tillögur má sjá hér að neðan og verður fylgst með hér hvernig þær verða afgreiddar.

Ársþing

9. febrúar 2013

Fimm félög fengu viðurkenningu vegna uppbyggingu dómaramála

Fimm félög voru heiðruð á ársþingi KSÍ í dag fyrir góða frammistöðu í uppbyggingu dómaramála. Þetta voru: FH, Fylkir, ÍA, Leiknir Fáskrúðsfirði og Sindri. Fengu þessi félög afhenta bolta sem og gjafabréf fyrir dómarabúnaði frá Henson.

Ársþing

6. febrúar 2013

Þingfulltrúar á 67. ársþingi KSÍ

Laugardaginn 9. febrúar næstkomandi fer fram 67. ársþing KSÍ á Hótel Hilton Nordica. Alls hafa 141 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 131 fulltrúa.

Ársþing