6. febrúar 2013
Ársþing KSÍ, það 67. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel laugardaginn 9. febrúar. Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00.  Öllum þingfulltrúum er boðið til sameiginlegs kvöldverðar og skemmtunar sem hefst kl. 19:30 á Reykjavík Hótel Natura
1. febrúar 2013
KSÍ birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2012. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2012 námu 842 milljónum króna samanborið við 777 milljónir króna á árinu 2011. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er hagnaður af starfsemi KSÍ ríflega 72 milljónir króna.  Þegar tillit er tekið til styrkja og framlaga til aðildarfélaga nam hagnaður ársins því um hálfri milljón króna.
28. janúar 2013
67. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica Hótel 9. febrúar nk. Kjörbréf og önnur þinggögn hafa verið póstlögð til héraðssambanda og íþróttabandalaga.  Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar og gögn:
28. janúar 2013
Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing
28. janúar 2013
Hér að neðan má finna dagskrá 67. ársþings KSÍ en þingið fer fram laugardaginn 9. febrúar og hefst afhending þinggagna kl. 10:00. Þingið fer fram á Hilton Nordica Hótel.
16. janúar 2013
Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 26. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.
3. janúar 2013
Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2012. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi.
17. desember 2012
67. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica Hótel, laugardaginn 9. febrúar næstkomandi. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:
4. desember 2012
67. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Nordica Hótel 9. febrúar nk. Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 9. janúar næstkomandi.
19. mars 2012
Hér að neðan má sjá þinggerð 66. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hilton Nordica Hótel 11. febrúar síðastliðinn.
13. febrúar 2012
Jafnréttisviðurkenning KSÍ var afhent á ársþingi KSÍ um helgina. Í þetta sinn var Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, heiðruð.
11. febrúar 2012
Ársþing KSÍ, það 66. í röðinni, var sett kl. 11:00 í morgun. Fyrir þinginu liggja fyrir nokkrar tillögur. Þessar tillögur má sjá hér að neðan og verður fylgst með hér hvernig þær verða afgreiddar.
11. febrúar 2012
Nú er lokið 66. ársþingi KSÍ sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Þinginu lauk um kl 16:00. Fréttir um afgreiðslu tillagna og aðrar fréttir frá þinginu má sjá hér. Kosið var um fjögur sæti í stjórn KSÍ en sjö voru í framboði.
11. febrúar 2012
Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir árið 2011 hlýtur Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður á íþróttadeild 365 miðla.
11. febrúar 2012
Valur, ÍBV og BÍ/Bolungarvík fengu Dragostytturnar á 66. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hilton Nordica Hótel. Þá fengu Reynir Sandgerði og KFG viðurkenningu fyrir prúðmannlegan leik í 2. og 3. deild karla.
11. febrúar 2012
Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA voru veitt á 66. ársþingi KSÍ og voru þrjú félög sem fengu þau afhent. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og eru þessir flokkar ákveðnir af UEFA.
11. febrúar 2012
Háttvísisverðlaun í Pepsi-deild kvenna voru veitt á 66. ársþingi KSÍ og var það ÍBV sem hlaut verðlaunin að þessu sinni.
9. febrúar 2012
Ársþing KSÍ, það 66. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel laugardaginn 11. febrúar. Þingið verður sett kl. 11:00 en afhending þinggagna hefst kl. 10:00.