Verslun
Leit
SÍA
Leit

9. febrúar 2012

Þingfulltrúar á 66. ársþingi KSÍ

Laugardaginn 11. febrúar næstkomandi fer fram 66. ársþing KSÍ á Hótel Hilton Nordica. Alls hafa 137 fulltrúar rétt til setu á þinginu, en nú þegar hefur kjörbréfum verið skilað fyrir 129 fulltrúa.

Ársþing

3. febrúar 2012

Ársreikningur KSÍ 2011 birtur

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2011. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2011 námu 766 milljónum króna samanborið við 723 milljónir króna á árinu 2010. Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af hækkun sjónvarpstekna og auknu framlagi frá UEFA. Rekstrarkostnaður KSÍ var í samræmi við áætlanir eða um 705 milljónir króna.

Ársþing

30. janúar 2012

Kosningar í stjórn á 66. ársþingi KSÍ - Framboðsfrestur runninn út

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ minnst hálfum mánuði fyrir þing. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests. Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ hálfum mánuði fyrir þing. 

Ársþing

30. janúar 2012

Tillögur á ársþingi KSÍ 2012

Ársþing KSÍ, það 66. í röðinni, verður haldið á Hilton Nordica Hótel 11. febrúar næstkomandi. Hér að neðan má m.a. sjá þær tillögur er liggja fyrir þinginu sem og dagskrá þingsins sem sett verður kl. 11:00

Ársþing

17. janúar 2012

Kosningar í stjórn á 66. ársþingi KSÍ

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 15. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða 28. janúar nk. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests.

Ársþing

12. janúar 2012

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2011. Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi.

Ársþing

10. janúar 2012

Tillögur fyrir ársþing KSÍ þurfa að berast í síðasta lagi 11. janúar

66. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, laugardaginn 11. febrúar 2012. Tillögur og málefni þau, er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi, skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 11. janúar nk.

Ársþing

9. desember 2011

66. ársþing KSÍ - Laugardaginn 11. febrúar 2012

66. ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, laugardaginn 11. febrúar 2012. Sambandsaðilar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi efnisatriði tengd þinghaldinu:

Ársþing

21. febrúar 2011

Þinggerð 65. ársþings KSÍ

Hér að neðan má sjá þinggerð 65. ársþings Knattspyrnusambands Íslands, sem haldið var á Hilton Nordica Hótel 12. febrúar síðastliðinn.

Ársþing

14. febrúar 2011

Ályktun um Íþróttaslysasjóð samþykkt á ársþingi

Á 65. ársþingi KSÍ sem fram fór um helgina var samþykkt ályktun um Íþróttaslysasjóð og þessi ályktun send ríkisstjórn Íslands sem og ráðherra velferðarmála.  Í þessari ályktun mótmælir ársþing KSÍ harðlega lækkun framlags velferðarráðuneytis í sjóðinn.

Ársþing

12. febrúar 2011

Stjarnan og Valur fengu háttvisisverðlaun í Pepsi-deild kvenna

Háttvísisverðlaun í Pepsi-deild kvenna voru veitt á ársþingi KSÍ og vor það 2 félög sem deildu kvennabikarnum með sér að þessu sinni.  Þetta voru Stjarnan og Valur sem þóttu sýna prúðmannlegustu framkomuna í Pepsi-deild kvenna.

Ársþing

12. febrúar 2011

FH, ÍA og KS fengu Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA

Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA voru veitt á 65. ársþingi KSÍ og voru þrjú félög sem fengu þau afhent.  Veitt eru verðlaun í þremur flokkum og eru þessir flokkar ákveðnir af UEFA.

Ársþing

12. febrúar 2011

65. ársþingi KSÍ lokið

65. ársþingi KSÍ er lokið en það fór fram að þessu sinni á Hilton Nordica Hótel.  Þinginu lauk um kl. 15:00 og má sjá fréttir af þinginu hér.  Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ en hann var einn í kjöri.  Kosið var um fjögur sæti í stjórn KSÍ og voru fimm í framboði.

Ársþing

12. febrúar 2011

Ávarp formanns á 65. ársþingi KSÍ

Hér að neðan má sjá ávarp formanns KSÍ, Geirs Þorsteinssonar, á 65. ársþingi KSÍ en þingið var sett kl. 11:00 í morgun á Hilton Nordica Hótel.

Pistlar
Ársþing

12. febrúar 2011

65. ársþing KSÍ hafið

Ársþing KSÍ, það 65. í röðinni, var sett kl. 11:00 í dag á Hilton Nordica Hótel.  Fylgst verður með framvindu þingsins hér á síðunni en framundan eru m.a. afgreiðsla tillagna.

Ársþing

12. febrúar 2011

Afgreiðsla tillagna á 65. ársþingi KSÍ

Nokkrar tillögur lágu fyrir 65. ársþingi KSÍ en tillögurnar má sjá hér að neðan sem og hvernig þær voru afgreiddar.

Ársþing

12. febrúar 2011

Kjartan Þorbjörnsson hlaut viðurkenningu

Kjartan Þorbjörnsson (Golli) ljósmyndari hjá Morgunblaðinu hlaut viðurkenningu á ársþingi KSÍ en Kjartan hefur starfað sem ljósmyndari í tæp 20 ár.  Á þessum tíma hefur hann myndað knattspyrnu og knattspyrnuleiki hérlendis jafnt sem erlendis af mikilli fagmennsku og einskærum áhuga á íþróttinni.

Ársþing

12. febrúar 2011

Ýr Sigurðardóttir og Fylkir hlutu Jafnréttisverðlaun

Ýr Sigurðardóttir og knattspyrnudeild Fylkis fengu afhent Jafnréttisverðlaun á 65. ársþingi KSÍ sem fram fer á Hilton Nordica Hótel. 

Ársþing