25. janúar 2019
Helgi Mikael Jónasson fer á næstu dögum á nýliðaráðstefnu fyrir nýja FIFA dómara, en hún fer fram í Lissabon dagana 27.-30. janúar.
23. janúar 2019
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Keflavík á 2. hæð íþróttahússins við Sunnubraut þriðjudaginn 29 janúar kl. 19:30.
23. janúar 2019
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Haukum að Ásvöllum miðvikudaginn 30 janúar kl. 21:00.
21. janúar 2019
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Aftureldingu í yngri deild Varmárskóla, stofu 114, miðvikudaginn 23. janúar kl. 19:00.
3. janúar 2019
Dómaranefnd KSÍ hefur ákveðið að ekki verði notast við ABBA-spyrnuröðina í öllum mótum frá og með 1. janúar 2019. Í stað þess verður notast við hið gamla hefðbundna fyrirkomulag við framkvæmd vítaspyrnukeppna.
3. janúar 2019
Byrjendanámskeið fyriri dómara verður haldið af KSÍ í samvinnu við Val mánudaginn 7. janúar og hefst það klukkan 20:00. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.
11. desember 2018
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik Dynamo Kiev og FK Jablonec í Evrópudeild UEFA, en leikurinn fer fram í Kiev í Úkraínu 13. desember.
5. nóvember 2018
Ívar Orri Kristjánsson og Birkir Sigurðarson dæma á UEFA undirbúningsmóti U17 karla, en það fer fram í Dublin á Írlandi. Þar leika England, Írland, Þýskaland og Tékkland.
17. október 2018
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá HK í Kórnum mánudaginn 22. október. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við HK og hefst kl.19:30. Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.
17. október 2018
Þóroddur Hjaltalín og Frosti Viðar Gunnarsson dæma á næstu dögum á UEFA Regions Cup og fer þeirra riðill fram á Norður Írlandi. Um er að ræða keppni áhugamannaliða á vegum UEFA, en leikið er í riðlakeppni núna.
1. október 2018
Egill Arnar Sigurþórsson, dómari, og Gunnar Helgason, aðstoðardómari, dæma leik Cefn Druids og Aberystwyth Town í Velsku úrvalsdeildinni á föstudag. Verkefnið er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales.
1. október 2018
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik Tottenham og Barcelona í Unglingadeild UEFA, en leikurinn fer fram í Enfield á Englandi 3. október.
1. október 2018
Ívar Orri Kristjánsson dæmir leik FC Midtjylland og Bohemian FC Youth í Unglingadeild UEFA, en leikurinn fer fram í Herning í Danmörku 3. október.
29. september 2018
Þóroddur Hjaltalín er dómari ársins í Pepsi deild karla, en það eru leikmenn sjálfir sem velja.
24. september 2018
Íslenskir dómarar voru við störf í Svíþjóð á sunnudag en þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda Norðurlandanna.
22. september 2018
Bríet Bragadóttir er dómari ársins í Pepsi deild kvenna 2018, en það eru leikmenn liða deildarinnar sem velja. Þess má geta að Bríet var einnig dómari ársins árið 2017.
7. september 2018
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik Andorra og Kazakhstan í Þjóðadeild UEFA, en leikurinn fer fram í Andorra þann 10. september. Honum til aðstoðar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir Sigurðarson. Fjórði dómari er Frosti Viðar Gunnarsson og sprotadómarar þeir Þóroddur Hjaltalín og Ívar Orri Kristjánsson.
30. ágúst 2018
Bríet Bragadóttir og Eydís Ragna Einarsdóttir eru við dómarastörf í undankeppni EM 2019 hjá U19 kvenna, en leikið er í Liechtenstein. Bríet er aðaldómari og Eydís aðstoðardómari.