29. ágúst 2018
Íslenskir dómarar verða við störf í Færeyjum á laugardaginn, en þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda Norðurlandanna.
25. ágúst 2018
Dómarinn í leik KR og ÍBV í Pepsi-deild karla sunnudaginn 26. ágúst kemur frá Wales og heitir Rob Jenkins. Annar af aðstoðardómurunum kemur einnig frá Wales og heitir Martin W. Roberts. Leikurinn fer fram á Alvogenvellinum og hefst klukkan 14:00.
13. ágúst 2018
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik CFR 1907 Cluj frá Rúmeníu og Alashkert FC frá Armeníu, en leikurinn fer fram í Cluj-Napoca í Rúmeníu 16. ágúst.
10. ágúst 2018
Elías Ingi Árnason og Kristján Már Ólafs hafa undanfarið verið í Færeyjum og unnið við dómgæslu á Norðurlandamóti U16 karla. Hafa þeir dæmt einn leik í hverri umferð hingað til og dæma leik Færeyja og Svíþjóðar á laugardag, en leikurinn er um 5. sæti mótsins.
7. ágúst 2018
Þorvaldur Árnason dæmir leik FK Spartaks Jurmala frá Lettlandi gegn FK Suduva frá Litháen, en leikurinn fer fram í Riga í Lettlandi þann 9. ágúst. Honum til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir Sigurðarson. Fjórði dómari er Þóroddur Hjaltalín.
30. júlí 2018
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik Lilleström og LASK í forkeppni Evrópudeildarinnar, en leikurinn fer fram í Lilleström í Noregi þann 2. ágúst. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson. Fjórði dómari erÍvar Orri Kristjánsson.
26. júlí 2018
UEFA hefur staðfest að Bryngeir Valdimarsson verði aðstoðardómari á úrslitaleik Portúgals og Ítalíu í EM U19 landsliða karla á sunnudag. Bryngeir hefur þegar starfað á fjórum leikjum í keppninni.
23. júlí 2018
Íslenskur dómarakvartett mun halda um taumana á leik The New Saints (TNS) frá Wales og Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í Evrópudeildinni 26. júlí. Þorvaldur Árnason verður dómari leiksins,
18. júlí 2018
Nýuppfærð knattspyrnulög hafa nú verið sett inn á vef KSÍ og má finna þau með því að smella á tengilinn hér að neðan.
18. júlí 2018
Í tengslum við þær breytingar sem gerðar voru á 2018-19 útgáfu knattspyrnulaganna eru hér með birtar nokkrar frekari skýringar á þeim áhrifum sem þær hafa á mótareglur UEFA varðandi fjölda skiptinga, viðbótarskiptingar, hámarksfjölda varamanna, fjölda og staðsetningu viðbótarsæta og notkun rafræns samskiptabúnaðar á boðvangi.
13. júlí 2018
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik FC Kobenhavn og KuPS Kuopio í undankeppni Evrópudeildarinnar 19. júlí, en leikurinn fer fram í Kaupmannahöfn.
10. júlí 2018
Bryngeir Valdimarsson hefur verið valinn af UEFA sem einn af aðstoðardómurunum sem dæma í úrslitakeppni EM U19 karla, en hún fer fram í Finnlandi 16.-29. júlí.
10. júlí 2018
U16 ára lið kvenna lék á dögunum á Norðurlandamótinu, en það fór fram í Noregi. Á mótinu voru þó fleiri Íslendingar, en Eydís Ragna Einarsdóttir starfaði þar sem dómari.
9. júlí 2018
Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti um Evrópu í vikunni, en Ívar Orri Kristjánsson og Þóroddur Hjaltalín dæma báðir í forkeppni Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn.
11. júní 2018
Í lokakeppni HM í Rússlandi 2018 hyggst FIFA nofæra sér „Video-aðstoðardómgæslu“ sem oftast gengur undir nafninu VAR. Eins og flestir knattspyrnuaðdáendur hafa orðið varir við hafa verið gerðir tilraunir með notkun kerfisins á hinum ýmsu knattspyrnumótum.
4. júní 2018
Eftir frábæra frammistöðu á lokakeppni EM U17 hefur Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verið hækkaður upp í flokk 2 á UEFA lista dómara. Flokkarnir eru alls 4, elite, 3, 2 og 1.
16. maí 2018
Byrjenda- og héraðsdómaranámskeið fyrir dómara verða haldin hjá Hetti í Menntskólanum á Egilsstöðum miðvikudaginn 23. maí. Unglingadómaranámskeið hefst klukkan 18:00 og Héraðsdómaranámskeið klukkan 20:00.
16. maí 2018
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir á morgun leik Ítalíu og Belgíu í undanúrslitum EM U17 karla, en mótið fer fram á Englandi.