Allt um EM 2025

Á vef UEFA er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um allt sem tengist EM 2025 og er fólk hvatt til að kynna sér þær upplýsingar sem þar eru um ferðalög, Fan zone, miðamál, leikvanga, aðgengi og ýmsar upplýsingar um hverja keppnisborg fyrir sig.
Miðasala á EM kvenna í Sviss.
Almenn miðasala
Almenn miðasala er opin fyrir alla og gildir þar fyrstur kemur, fyrstur fær. Ekki er hægt að tryggja að sæti seld í almennri miðasölu verði staðsett á stuðningsmannasvæði íslands enda er uppselt á þau svæði.
Öll miðasala fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA - smelltu hér til að komast inn á miðavefinn.
Endursölutorg UEFA
UEFA hefur opnað endursölutorg miða á EM kvenna í sumar.
Þar er hægt að setja keypta miða í endursölu en einnig kaupa miða. Í þessari miðasölu er einungis hægt að kaupa og selja miða til stuðningsmanna sama lands. Íslenskir stuðningsmenn geta því einungis selt til og keypt miða af íslenskum stuðningsmönnum. Miðasölutorgið má finna hér.
WEURO vefur UEFA
Hér á vef UEFA finnurðu allar upplýsingar um EM í Sviss.
Fólk er hvatt til að sækja app keppninnar þar sem er að finna sömu upplýsingar og meira til. Smellið á hlekkinn hér að neðan eða skannið kóðann á myndinni.