Opna bikarmót KSÍ og RÍSÍ í efótbolta
Opna bikarmót KSÍ og RÍSÍ í efótbolta

Opna bikarmót KSÍ og RÍSÍ í efótbolta í boði Haribo, Landsbankans og Elko.
Spilað yfir tvær helgar, fyrri helgin er riðlakeppni og seinni er útsláttarkeppni.
Leikdagar eru 4. og 5. desember fyrir riðlakeppnina. Tveir efstu úr hverjum riðli fara áfram í 16 liða útsláttarkeppni sem er spiluð helgina 11. og 12. desember.
Tvö efstu sætin tryggja þátttöku í Úrvalsdeild KSÍ og RÍSÍ.
Keppendur verða að keppa fyrir hönd íþróttaliðs innan ÍSÍ.
Spilað verður FIFA Ultimate team í FIFA21 á PS4.
Hver viðureign er spiluð sem “Home and away” og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn.
Spilað verður á netinu.
Mótafyrirkomulag
1. Fyrirkomulag
1.1 Spilað verður FIFA Ultimate team í FIFA21 á PS4, sem er ríkjandi keppnisformattið í heiminum.
1.2 Hver viðureign er spiluð sem “Home and away” og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn.
1.3 Spilað verður á netinu
1.4 Efstu tvö sætin tryggja þátttökurétt í Úrvalsdeildinni í efótbolta.
2. Almennar Reglur
2.1 Umsjónarmaður félags skal sjá til þess að allir leikmenn sem taka þátt hafa farið yfir reglur og eru tilbúnir að fara eftir þeim.
2.2 Spilurum er einungis heimilt að spila fyrir hönd félags síns á sínum PSN Network aðgangi sem var skráður fyrir mót.
2.3 Brot á reglum mun þýða að andstæðingur brotamanns sigrar viðureignina 3-0. Einnig mun vera tekið til frekari aðgerða ef brotamaður heldur áfram eða brýtur reglur vísvitandi. Dæmi eru brottrekstur úr mótinu og mögulegt bann í öðrum keppnum.
2.4 Keppendur bera ábyrgð á því að tengjast hvor öðrum fyrir leik og ræsa leiknum á tilsettum tíma. Sé það ekki virt eða náist ekki í annan keppenda þá gilda reglur 2.8 og 4.4.
2.5 Spilari sem er titlaður “Home” í leiknum sér um að hefja leikinn svo er skipt um og sá sem byrjaði Away hýsir leik númer tvö.
2.6 Eftir að allir spilarar eru tilbúnir og leikurinn hafinn, þá er ekki leyfilegt að taka önnur hlé en FIFA leikurinn býður uppá. Ef vandamál koma upp skal hafa samband við mótastjóra á Discord.
2.7 Ef það er grunur um brot á reglum, þá skal kalla eftir leikhlé og senda á mótstjórn strax á Discord rás KSÍ. Ekki verður tekið við kvörtunum eftir að leik lýkur.
2.8 Ef annar leikmaður er meira en 15 mínútum of seinn að mæta til leiks. Skal leikmaður sem er tilbúinn taka skjáskot og senda á mótastjórn. Þá skráir mótastjórn 3-0 tap á fjarverandi leikmanninn.
3. Spilun og stillingar
3.1 Spilað verður með eftirfarandi stillingum:
● Settings: Standard settings
● Match durance: 12 minutes (6 minutes per half)
● Game speed: Normal
● Level: Legendary
3.2 Allir leikir verða spilaðir sem ´Friendly Match´.
3.3 Spilarar verða að nota leikmenn í sínum FUT liðum.
3.4 Bannað er að nota svokallað “custom formation”. Öll lið verða að stilla upp liði sýnu með eitt af uppgefnum uppstillingum í leiknum. Bannað er að færa leikmenn til með “Square” hnappinum. Ef talið er að andstæðingur hafi brotið þessar reglur skal taka mynd af uppstillingu og hafa samband við mótstjóra. Brotamaður fær viðvörun og leikurinn verður endurspilaður. Ef reglan er brotinn í annað skipti verður brotamaður vikið úr keppni.
3.5 Ef vandamál koma upp hjá EA þjónum og ekki hægt að halda áfram spilun, þá mun leikur vera endurtekinn frá byrjun. Ef vandamál er á nettengingu hjá öðrum hvorum spilara, þá skal halda áfram frá þeim tímapunkti og markatala sú sama. T.d. ef annar spilari missir samband á 30. mínútu og staðan 1-0, þá skal byrja nýjan leik og spila þangað til 60. mínútu og markatala byrjar 1-0.
3.6 Reglur um liðsuppstillingu
3.6.1 Heildarstyrkleiki liðs skal vera 85 eða minni.
3.6.2 Liðið má hafa mest 3 ICONs með bekknum meðtöldum
3.6.3 Allir liðsmenn meðtalið leikmönnum á bekknum þurfa að vera með styrkleika 75 eða meira
3.6.4 Þú mátt ekki hafa leikmann með styrkleika meira en 85 á bekknum
3.6.5 Lánsmenn eru stranglega bannaðir
3.6.6 Allir ,,Training items” eru stranglega bannaðir
3.6.7 Allir FIFA Pro items eru stranglega bannaðir
4. Birta úrslit
4.1 Sigurvegari ber ábyrgð að skrá úrslit inn á vefsíðu mótsins Toornament
4.2 Sigurvegari þarf að taka mynd af úrslitum þegar leik er lokið. Á myndinni þarf að koma fram eftirfarandi:
● Lokastaða
● PSN nöfn spilara
● Tímastimpill
4.3 Úrslit þurfa að vera skráð ekki seinna en 10 mínútur eftir leikinn. Ef vandamál koma upp við birtingu úrslita skal hafa samband við mótstjóra á Discord server KSÍ.
4.4 Ef enginn úrslit eru birt innan við 10 mínútna eftir að leik er lokið setur mótastjórn 0-0 á leikinn.
5. Hegðun og Framkoma
5.1 Allir þáttakendur eiga að bera virðingu til andstæðinga og því félags sem hann spilar fyrir.
5.2 Ef þáttakandi sýnir dónalega hegðun, þ.m.t. vanvirðing, móðgun eða fordóma mun viðkomandi vera vísað úr keppni og frekari refsing í framhaldinu. Það á einnig við framkomu við mótastjórnenda og skipuleggjanda.
Hér fyrir neðan eru tenglar annars vegar á mótaforrit (Toornament) og hins vegar á spjallsvæði (Discord)

1. Fyrirkomulag
1.1 Spilað verður FIFA Ultimate team í FIFA21 á PS4, sem er ríkjandi keppnisformattið í heiminum.
1.2 Hver viðureign er spiluð sem “Home and away” og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn.
1.3 Spilað verður á netinu
1.4 Efstu tvö sætin tryggja þátttökurétt í Úrvalsdeildinni í efótbolta.
2. Almennar Reglur
2.1 Umsjónarmaður félags skal sjá til þess að allir leikmenn sem taka þátt hafa farið yfir reglur og eru tilbúnir að fara eftir þeim.
2.2 Spilurum er einungis heimilt að spila fyrir hönd félags síns á sínum PSN Network aðgangi sem var skráður fyrir mót.
2.3 Brot á reglum mun þýða að andstæðingur brotamanns sigrar viðureignina 3-0. Einnig mun vera tekið til frekari aðgerða ef brotamaður heldur áfram eða brýtur reglur vísvitandi. Dæmi eru brottrekstur úr mótinu og mögulegt bann í öðrum keppnum.
2.4 Keppendur bera ábyrgð á því að tengjast hvor öðrum fyrir leik og ræsa leiknum á tilsettum tíma. Sé það ekki virt eða náist ekki í annan keppenda þá gilda reglur 2.8 og 4.4.
2.5 Spilari sem er titlaður “Home” í leiknum sér um að hefja leikinn svo er skipt um og sá sem byrjaði Away hýsir leik númer tvö.
2.6 Eftir að allir spilarar eru tilbúnir og leikurinn hafinn, þá er ekki leyfilegt að taka önnur hlé en FIFA leikurinn býður uppá. Ef vandamál koma upp skal hafa samband við mótastjóra á Discord.
2.7 Ef það er grunur um brot á reglum, þá skal kalla eftir leikhlé og senda á mótstjórn strax á Discord rás KSÍ. Ekki verður tekið við kvörtunum eftir að leik lýkur.
2.8 Ef annar leikmaður er meira en 15 mínútum of seinn að mæta til leiks. Skal leikmaður sem er tilbúinn taka skjáskot og senda á mótastjórn. Þá skráir mótastjórn 3-0 tap á fjarverandi leikmanninn.
3. Spilun og stillingar
3.1 Spilað verður með eftirfarandi stillingum:
● Settings: Standard settings
● Match durance: 12 minutes (6 minutes per half)
● Game speed: Normal
● Level: Legendary
3.2 Allir leikir verða spilaðir sem ´Friendly Match´.
3.3 Spilarar verða að nota leikmenn í sínum FUT liðum.
3.4 Bannað er að nota svokallað “custom formation”. Öll lið verða að stilla upp liði sýnu með eitt af uppgefnum uppstillingum í leiknum. Bannað er að færa leikmenn til með “Square” hnappinum. Ef talið er að andstæðingur hafi brotið þessar reglur skal taka mynd af uppstillingu og hafa samband við mótstjóra. Brotamaður fær viðvörun og leikurinn verður endurspilaður. Ef reglan er brotinn í annað skipti verður brotamaður vikið úr keppni.
3.5 Ef vandamál koma upp hjá EA þjónum og ekki hægt að halda áfram spilun, þá mun leikur vera endurtekinn frá byrjun. Ef vandamál er á nettengingu hjá öðrum hvorum spilara, þá skal halda áfram frá þeim tímapunkti og markatala sú sama. T.d. ef annar spilari missir samband á 30. mínútu og staðan 1-0, þá skal byrja nýjan leik og spila þangað til 60. mínútu og markatala byrjar 1-0.
3.6 Reglur um liðsuppstillingu
3.6.1 Heildarstyrkleiki liðs skal vera 85 eða minni.
3.6.2 Liðið má hafa mest 3 ICONs með bekknum meðtöldum
3.6.3 Allir liðsmenn meðtalið leikmönnum á bekknum þurfa að vera með styrkleika 75 eða meira
3.6.4 Þú mátt ekki hafa leikmann með styrkleika meira en 85 á bekknum
3.6.5 Lánsmenn eru stranglega bannaðir
3.6.6 Allir ,,Training items” eru stranglega bannaðir
3.6.7 Allir FIFA Pro items eru stranglega bannaðir
4. Birta úrslit
4.1 Sigurvegari ber ábyrgð að skrá úrslit inn á vefsíðu mótsins Toornament
4.2 Sigurvegari þarf að taka mynd af úrslitum þegar leik er lokið. Á myndinni þarf að koma fram eftirfarandi:
● Lokastaða
● PSN nöfn spilara
● Tímastimpill
4.3 Úrslit þurfa að vera skráð ekki seinna en 10 mínútur eftir leikinn. Ef vandamál koma upp við birtingu úrslita skal hafa samband við mótstjóra á Discord server KSÍ.
4.4 Ef enginn úrslit eru birt innan við 10 mínútna eftir að leik er lokið setur mótastjórn 0-0 á leikinn.
5. Hegðun og Framkoma
5.1 Allir þáttakendur eiga að bera virðingu til andstæðinga og því félags sem hann spilar fyrir.
5.2 Ef þáttakandi sýnir dónalega hegðun, þ.m.t. vanvirðing, móðgun eða fordóma mun viðkomandi vera vísað úr keppni og frekari refsing í framhaldinu. Það á einnig við framkomu við mótastjórnenda og skipuleggjanda.
Aron Þormar Lárusson - Fylki
Aldur: 21 árs
Hvenær kom áhuginn fyrir efótbolta:
Þegar ég var svona 7 ára fékk ég fyrsta fótbolta leikinn minn , pes 2006. Síðan þá hefur það verið áhugamálið mitt. Það og fótbolti
Hvenær áttaðiru þig á því að þú varst miklu betri en vinahópurinn í FIFA:
Spilaði aðalega við frænda minn sem var betri en ég alveg þangað til svona Fifa 13. Annars var èg alltaf bestur í mínum vinahópi.
Hvernig er stemmingin innan þín liðs:
Mjög góð bara.
Hefur það komið þér á óvart hvað efótbolti hefur vaxið hratt á undanförnum mánuðum:
Já klárlega en þetta er bara rétt að byrja.
Er draumurinn sá sami og í hefðbundnum fótbolta að vinna titla með liðinu og keppa fyrir hönd landsliðsins:
Það væri auðvitað mjög skemmtilegt að vinna einnhver mót og spila fyrir Ísland og er það klárlega markmiðið á meðan ég spila þetta svona mikið. Það eru samt aðrir hlutir sem ganga fyrir eins og er þá er þetta bara áhugamál.
Hvernig sérðu fyrir þér efótbolta vaxa á næstu árum:
Hann mun bara halda áfram að vaxa.
Hefur það komið þér á óvart hversu margir öflugir spilarar eru í FIFA á Íslandi:
Veit bara um 2 aðra spilara á íslandi sem ná Elite 1 nánast hverja einustu helgi. En það eru margir sem geta gefið manni hörkuleik með því að liggja til baka og beita skyndisóknum.
Hver er þinn styrkleiki í FIFA:
Ég spila bara futchamps hverja helgi og reyni alltaf að bæta recordið mitt þar í hvert skipti. Það er hinsvegar mjög erfitt þar sem næsta rank fyrir ofan mig er top 100 í heiminum. Minn helsti styrkleiki er líklega dribbling og góð pressa þegar ég er á mínum besta degi.

Leifur Sævarsson - LFG
Aldur: 23 ára
Hvenær kom áhuginn fyrir efótbolta.
Ég hef aðeins fylgst með þessum pro tournaments sem fifa hefur haldið og byrjaði á því aðeins árið 2018 að fylgjast með því.
Hvenær áttaðiru þig á því að þú varst miklu betri en vinahópurinn í FIFA.?
Vinahópurinn minn hefur reyndar alltaf verið mjög góður í fifa. Við byrjuðum að halda tournament innan hópsins í fifa 12 og var alltaf alvöru keppniskap hjá okkur að vinna þessi tournament. Síðan í fifa 18 vorum við meira að spila weekend league og minna við hvorn annan og þá fljótlega voru ég og Jolli vinur minn sem vann einmitt síðasta íslandsmót farnir að vera betri en hinir.
Hvernig er stemmingin innan þín liðs?
Hún er virkilega góð þar sem við höfum allir þekkst í mörg ár. Erum allir 96 og 95 módel úr garðabæ og þekkjumst úr skólanum og fótboltanum líka.
Hefur það komið þér á óvart hvað efótbolti hefur vaxið hratt á undanförnum mánuðum
Er draumurinn sá sami og í hefðbundnum fótbolta að vinna titla með liðinu og keppa fyrir hönd landsliðsins
Hvernig sérðu fyrir þér efótbolta vaxa á næstu árum?
Ég sé fyrir mér að þetta muni stækka ennþá meira þar sem þetta er ennþá frekar nýtt á Íslandi
Hefur það komið þér á óvart hversu margir öflugir spilarar eru í FIFA á Íslandi.
Nei í rauninni ekki. Það hefur alltaf verið mikil fifa menning á íslandi og langflestir sem hafa áhuga á fótbolta hafa einhverja reynslu í fifa líka.
Hvernig æfirðu þig í efótbolta?
Held að flestir æfi sig bara að spila online þessa dagana þá aðallega í weekend league.
Hver er þinn styrkleiki í FIFA?
Minn helsti styrkleiki hefur oftast verið sóknarleikurinn.

Róbert Daði Sigurþórsson - Fylki
Aldur: 18 ára
Hvenær kom áhuginn fyrir efótbolta:
Þegar ég horfði á Tekkz spila á mótum og þegar ég var farinn að spila weekend league án þess að tapa leik.
Hvenær áttaðiru þig á því að þú varst miklu betri en vinahópurinn í FIFA:
Þegar ég var farinn að ná miklu hærra en þeir í weekend league.
Hvernig er stemmingin innan þín liðs:
Það er mikill spenningur
Hefur það komið þér á óvart hvað efótbolti hefur vaxið hratt á undanförnum mánuðum:
Já ég vissi ekki einu sinni að það væru til efótbolta lið hér á landi eða íslandsmót fyrr en Fylkir hafði samband við mig.
Er draumurinn sá sami og í hefðbundnum fótbolta að vinna titla með liðinu og keppa fyrir hönd landsliðsins:
Já ég vil vinna og verða bestur í bæði alvöru fótbolta og efótbolta og landsliðið er auðvitað bara draumurinn.
Hvernig sérðu fyrir þér efótbolta vaxa á næstu árum:
Vonandi verður hann orðinn jafn stór og úti þar sem það verður deild með öllum félagsliðum og fleiri keppnir :)
Hefur það komið þér á óvart hversu margir öflugir spilarar eru í FIFA á Íslandi:
Já það eru fleiri góðir spilarar sem ég vissi ekki af fyrir íslandsmótið.
Hvernig æfirðu þig í efótbolta (flestir þekkja það bara að spila við vini sína, gerir þú eitthvað öðruvísi?:
Ég horfi mikið á aðra pro fifa spilara og reyni að spila eins og þeir.
Hver er þinn styrkleiki í FIFA:
Er mjög góður að “skilla” í leiknum og veit hvenær á að nota þau og hvenær ekki.

Tindur Örvar Örvarsson - Elliða
Aldur: 19 ára
Hvenær kom áhuginn fyrir efótbolta?
Þegar ég var farinn að vinna atvinnumenn
Hvenær áttaðiru þig á því að þú varst miklu betri en vinahópurinn í FIFA
Þegar vinir mínir hættu að nenna að spila við mig
Hvernig er stemmingin innan þín liðs
Alltaf besta stemingin hjá Elliða. Twitter @EllidiFC þá vitiði hvað ég er að tala um
Hefur það komið þér á óvart hvað efótbolti hefur vaxið hratt á undanförnum mánuðum
Nei alls ekki
Er draumurinn sá sami og í hefðbundnum fótbolta að vinna titla með liðinu og keppa fyrir hönd landsliðsins
Já, ég ætla í landsliðið
Hvernig sérðu fyrir þér efótbolta vaxa á næstu árum
efótbolti mun stækka mikið á næstu árum
Hefur það komið þér á óvart hversu margir öflugir spilarar eru í FIFA á Íslandi
Bjóst við að það væru mun fleiri öflugir spilarar
Hvernig æfirðu þig í efótbolta (flestir þekkja það bara að spila við vini sína, gerir þú eitthvað öðruvísi?
Er í góðu sambandi við Joksan sem er heimsmeistari í FIFA eClub World Cup og spilar fyrir Complexity, það er stærsta mót í heimi í FIFA. Það hjálpar mér mikið að fylgjast með honum spila og svo er ég mjög fljótur að taka eftir veikleikum hjá mér og ég einbeiti mér að því að laga veikleikana.
Hver er þinn styrkleiki í FIFA
Aggresive vörn.

