Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2025

Valur - Vestri
Föstudaginn 22. ágúst 2025

Leikurinn hefst kl. 19:00.

Miðasala á leikinn hefst kl. 12:00 mánudaginn 18. ágúst á miðasöluvef KSÍ og er hægt að kaupa miða með því að smella hér

Miðaverð

Fullorðnir - 3.000 krónur

16 ára og yngri - 1.000 krónur

Um bikarkeppni KSÍ

Bikarkeppni KSÍ var fyrst haldin árið 1960 og er Mjólkurbikarinn í ár því 66. bikarkeppnin frá upphafi. Fyrstu árin fór keppnin að mestu fram á haustin og jafnvel inn á vetrarmánuðina og var þá jafnan leikið á Melavellinum í Reykjavík. Síðan árið 1975 hefur úrslitaleikurinn hins vegar farið fram á Laugardalsvelli.

Sigursælasta liðið í bikarkeppni KSÍ frá upphafi er KR. Alls hafa KR-ingar unnið bikarinn 14 sinnum.  Næstir koma Valsmenn með 11 og Skagamenn með 9 bikarsigra og þá Framarar með 8 bikarmeistaratitla. ÍBV hefur unnið titilinn 5 sinnum, Keflavík og Víkingur R. 5 sinnum, FH og Fylkir tvisvar. Breiðablik, KA, ÍBA og Stjarnan hafa unnið 1 bikarmeistaratitil hvert félag.

Fyrri viðureignir félaganna í bikarkeppni KSÍ

Af 9 innbyrðis mótsleikjum liðanna sem mætast í úrslitum í ár er einn bikarleikiur. Sá leikur var í 8-liða úrslitum keppninnar árið 2021. Þá vann Vestri 2-1 sigur á Val.

Sigurvegarar í bikarkeppni KSÍ

KR (14)
Valur (11)
ÍA (9)
Fram (8)
ÍBV (5)
Víkingur R. (5)
Keflavík (4)
FH (2)
Fylkir (2)
Breiðablik (1)
ÍBA (1)
Stjarnan (1)
KA (1)

Leið liðanna í bikarúrslitin

Valur

32 liða úrslit - Grindavík - Valur 1-3

16 liða úrslit - Valur - Þróttur R. 2-1

8 liða úrslit - ÍBV - Valur 0-1

Undanúrslit - Valur - Stjarnan 3-1

Vestri

32 liða úrslit - Vestri - HK 3-3 (5-4 vítakeppni)

16 liða úrslit - Breiðablik - Vestri 1-2

8 liða úrslit - Vestri - Þór 2-0

Undanúrslit - Vestri - Fram 0-0 (5-3 vítakeppni)

Heiðursgestir

Valur

Hörður Gunnarsson

Í yfir 40 ár hefur Hörður Gunnarsson gegnt ýmsum störfum fyrir Knattspyrnufélagið Val, en hann settist fyrst í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins árið 1981. Frá þeim tíma hefur Hörður varið drjúgum tíma á Hlíðarenda, setið í aðalstjórn sem og stjórnum allra deilda, gegnt starfi varaformanns félagsins í 10 ár og í tvígang setið í stóli formanns Vals alls í 7 ár. 

Nú á Hörður sæti í stjórn Sjálfseignarstofnunarinnar Hlíðarenda og hefur komið að viðræðum og samningum við borgina þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja og skipulagi á Hlíðarendareit, Í allt hefur Hörður komið að samningsgerð við borgina í valdatíð 9 borgarstjóra á 25 ára tímabili enda skipta að mati Harðar góðar aðstæður og aðbúnaður miklu máli þegar kemur að rekstri íþróttafélags sem vill vera í fremstu röð. 

Vestri

Jón Hálfdán Pétursson

Jón er menntaður íþróttafræðingur og knattspyrnuþjálfari. Hann hefur þjálfað alla flokka félagsins ásamt meistaraflokki. Hefur gegnt stöðu yfirþjálfara yngri flokka, framkvæmdastjóra, formaður Barna- og unglingaráðs ásamt því að sitja í meistaraflokksráði og aðalstjórn. Jón er einnig hluti af þjálfarateymi Vestra og er því að aðstoða liðið í bikarúrslitaleiknum. Jón hefur skilað af sér hundruðum iðkenda hjá Vestra, á sama tíma og hann leggur til mikið af sínum frítíma sem sjálfboðaliði. Nonni er einn mikilvægasti hlekkurinn í starfi félagsins, alltaf boðinn og búinn til að leggja fram sína krafta. Við Vestra fólki erum gríðarlega þakklát fyrir að hafa þig í okkar liði og segjum Takk Nonni!

Upphitanir félaganna

Valur

Ölver í Glæsibæ upp úr klukkan 16:00.

Vestri

Frá kl. 15:00 í Þróttarheimilinu Laugardal.

Frekar upplýsingar

 

Viðureignir félaganna í deild og bikar síðustu 5 ár. Smellið hér til að sjá meira um þá leiki.

 

Dómarar

Aðaldómari - Sigurður Hjörtur Þrastarson

Aðstoðardómarar - Patrik Freyr Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson.

Fjórði dómari - Arnar Þór Stefánsson

Aðsókn að úrslitaleik bikarkeppni karla

Ár Leikur Fjöldi áhorfenda
2024 KA-Víkingur R. 4.096
2023 Víkingur R.-KA 3.845
2022 FH-Víkingur R. 4.381
2021 ÍA-Víkingur 4.829
2019 Víkingur-FH 4.257
2018 Stjarnan-Breiðablik 3.814
2017 ÍBV-FH 3.094
2016 Valur-ÍBV 3.511
2015 Valur-KR 5.751
2014 KR-Keflavík 4.694
2013 Fram-Stjarnan 4.318
2012 Stjarnan-KR 5.080
2011 Þór-KR 5.327
2010 FH-KR 5.438
2009 Fram-Breiðablik 4.766
2008 KR-Fjölnir 4.524
2007 FH-Fjölnir 3.739
2006 KR-Keflavík 4.699
2005 Fram-Valur 5.126
2004 KA-Keflavík 2.049
2003 ÍA-FH 4.726
2002 Fram-Fylkir 3.376
2001 Fylkir-KA 2.839
2000 ÍA-ÍBV 4.632
1999 ÍA-KR 7.401
1998 ÍBV-Leiftur 4.648
1997 ÍBV-Keflavík 6.260
1997 ÍBV-Keflavík 3.741
1996 ÍA-ÍBV 5.612
1995 Fram-KR 4.385
1994 KR-Grindavík 5.339
1993 ÍA-Keflavík 5.168
1992 KA-Valur 3.020
1991 FH-Valur 3.351
1991 FH-Valur 2.740
1990 KR-Valur 4.279
1990 KR-Valur 3.422
1989 Fram-KR 4.991
1988 Valur-Keflvaík 2.592
1987 Fram-Víðir 3.784
1986 ÍA-Fram 4.486