Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna 2025

FH - Breiðablik

44 ár eru síðan bikarkeppni kvenna KSÍ var haldin í fyrsta sinn en það var árið 1981 sem fyrst var keppt um bikarinn og verður spennandi að sjá hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar í lok tímabils en leikið verður til úrslita í Mjólkurbikar kvenna á Laugardalsvelli laugardaginn 16. ágúst.

Miðasala fer fram á miðasöluvef KSÍ

Miðasöluvefur KSÍ

Miðaverð

Fullorðnir - 2500 krónur.

16 ára og yngri - 500 krónur

Sigurvegarar í bikarkeppni KSÍ

Valur (15)
Breiðablik (13)
ÍA (4)
KR (4)
Stjarnan (3)
ÍBV (2)
Selfoss (1)
Víkingur R. (1)

Leið liðanna í bikarúrslitin

FH

16 liða úrslit - Fylkir - FH 1-4

8 - liða úrslit - Þór/KA - FH 1-3

Undanúrslit - Valur - FH 2-3

Breiðablik

16 liða úrslit - FHL - Breiðablik 0-3

8 liða úrslit -Breiðablik - HK  5-1

Undanúrslit - Breiðablik - ÍBV 3-2

Upphitanir félaganna

FH

Kaplakriki kl. 12:00

Frekari upplýsingar um upphitun FH

Breiðablik

Þróttarheimilið frá kl. 13:30.

Dómarar leiksins

Aðaldómari: Gunnar Oddur Hafliðason

Aðstoðadómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Bjarnason

Fjórði dómari: Hreinn Magnússon

Dómaraeftirlitsmaður: Skúli Freyr Brynjólfsson

Heiðursgestir

FH

Gréta Brandsdóttir

Það er vel við hæfi að heiðursgestur FH sé engin önnur en Margrét Brandsdóttir eða eins og við köllum hana - Gréta Brands. Gréta hefur verið órjúfanlegur hluti af kvennaknattspyrnu í FH í næstum hálfa öld. Hún var einn af lykilleikmönnum í FH þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 1972 þegar Íslandsmótið var haldið í fyrsta sinn í kvennaflokki en hún lyfti svo Grettistaki í félaginu þegar hún tók að sér að þjálfa yngstu stelpurnar í félaginu og lagði grunninn að því að FH er í fremstu röð á landinu þegar kemur að kvennaknattspyrnu á Íslandi. Gréta hefur komið að þjálfun a.m.k á annað þúsund iðkenda sem hafa farið í gegnum yngri flokka FH og hafa margir leikmenn skilað sér inn í meistaraflokk og spilað landsleiki fyrir Íslands hönd.

Breiðablik

Haukur Valdimarsson

Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í öllu starfi Breiðabliks. Einn þessara frábæru sjálfboðaliða er Haukur Valdimarsson, matreiðslumaður, sem hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir Breiðablik í yfir 20 ár. Á þessum 20 árum hefur hann verið ,,aðalkokkurinn” og séð um að elda fyrir þátttakendur, farastjóra og þjálfara á Símamótinu, stærsta fótboltamóti landsins. Þegar þetta er gróflega tekið saman hefur hann, á þessum 23árum, eldað yfir 35.000 kvöldverði á samtals 49 dögum. Þá hefur Haukur einnig aðstoðað við Evrópuleiki kvennaliðsins og hafa lið á borð við Arsenal og Chelsea fengið að njóta meistaratakta hans. Auk þess hefur Haukur starfað í unglingaráði Breiðabliks og meistaraflokksráði kvenna og hefur hann dæmt ófáa leiki hjá yngri flokkum félagsins. Haukur á tvær dætur, þær Jónu Kristínu og Hildi Sif, sem báðar spiluðu með Breiðabliki til ársins 2016. Breiðablik er Hauki afar þakklátt fyrir hans ómetanlegu störf í þágu félagsins.


Félögin hafa mæst 79 sinnum í meistaraflokki. FH hefur unnið 10 viðureignir, Breiðablik hefur unnið 58 viðureignir og hafa liðin skilið jöfn 11 sinnum. Frekari upplýsingar um fyrri viðureignir félaganna má nálgast hér.

Aðsókn að úrslitaleik bikarkeppni kvenna

Ár Leikur Fjöldi áhorfenda
2024 Valur-Breiðablik 1.451
2023 Víkingur R. - Breiðablik 2.578 (met)
2022 Breiðablik - Valur 1.652
2021 Breiðablik - Þróttur R. 2.385
2019 Selfoss - KR 1.887
2018 Stjarnan - Breiðablik 1.808
2017 Stjarnan - ÍBV 1.015
2016 Breiðablik - ÍBV 2.042
2015 Stjarnan - Selfoss 2.435 (met)
2014 Selfoss - Stjarnan 2.011 (met)
2013 Breiðablik - Þór/KA 1.605 (met)
2012 Valur - Stjarnan 1.272
2011 KR - Valur 1.121
2010 Stjarnan - Valur 1.449
2009 Valur - Breiðablik 1.158
2008 Valur - KR 1.019
2007 Keflavík - KR 757
2006 Breiðablik - Valur 819
2005 Breiðablik - KR 743
2004 ÍBV - Valur 735
2003 ÍBV - Valur 1.027
2002 KR - Valur 729
2001 Breiðablik - Valur 867
2000 KR - Breiðablik 809
1999 KR - Breiðablik 834
1998 Breiðablik - KR 524
1997 Breiðablik - Valur 379
1996 Breiðablik - Valur 510
1995 KR - Valur 350
1994 KR - Breiðablik 590