U17 kvenna - 7. sæti á NM
Síðastliðinn sunnudag lék U17 landslið kvenna gegn Rússum um 7. - 8. sætið á Opna Norðurlandamótinu og hafði Ísland betur í vítaspyrnukeppni. Leikurinn þótti skemmtilegur og var það íslenska liðið sem hafði undirtökin lengst af. Lokatölur leiksins urðu 2-2, eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik, Íslandi í vil. Mörk Íslands gerðu Ingunn Einarsdóttir á 25. mín. og Hólmfríður Magnúsdóttir á 49. mínútu. Því var gripið til vítaspyrnukeppni, en þar sigruðu okkar stúlkur, skoruðu úr 6 spyrnum, en þær rússnesku úr 5.

.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)

