Ívar í stað Arnars
Arnar Gunnlaugsson, leikmaður Leicester, hefur dregið sig úr hópnum sem mætir Pólverjum á miðvikudag vegna meiðsla. Í stað Arnars hefur Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari kallað á Ívar Ingimarsson, sem leikur með enska liðinu Brentford. Ívar á aðeins einn A-landsleik að baki, gegn Suður- Afríku árið 1998 (1-1), en leikurinn fór fram í Þýskalandi.


.jpg?proc=760)





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)
