Ólafur Örn í stað Hermanns
Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður Grindavíkur, hefur verið valinn í landsliðshópinn gegn Möltu í stað Hermanns Hreiðarssonar, sem meiddist á æfingu um daginn. Hermann fékk skurð neðan við annað hnéð og þurfti að sauma átta spor til að loka sárinu. Ólafur Örn verður því í hópnum gegn Möltu, en Hermann mun væntanlega taka stöðu sína á ný gegn Búlgaríu á miðvikudaginn.





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)

