Tvær breytingar á U21 kvenna gegn Írlandi
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari U21 landsliðs kvenna, hefur gert tvær breytingar á leikmannahópnum sem mætir U21 landsliði Írlands í tveimur vináttulandsleikjum um næstu helgi. KR-ingurinn Guðrún S. Gunnarsdóttir og Blikinn Bára Gunnarsdóttir eru meiddar, en í stað þeirra koma Elfa Ásdís Ólafsdóttir, ÍBV, og Hrefna Jóhannesdóttir, KR. Fyrri leikurinn fer fram á Sandgerðisvelli föstudaginn 6. júlí kl. 18:00, en sá síðari á Varmárvelli í Mosfellsbæ laugardaginn 7. júlí kl. 16:00.





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)

