Eiður Smári ekki með - Ólafur Stígs í hópinn
Atli Eðvaldsson hefur neyðst til að gera eina breytingu á leikmannahópnum sem mætir Pólverjum á morgun. Eftir læknisskoðun í dag er ljóst að Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með vegna meiðsla og hefur Ólafur Stígsson, Fylki, verið kallaður í hópinn í hans stað. Ólafur hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands, en er nýliði í A-landsliðinu.



.jpg?proc=760)


.jpg?proc=760)
