Skellur í Belfast
Óhætt er að segja að Íslendingum hafi verið skellt rækilega niður á jörðina eftir 3-0 ósigur gegn N.-Írum í Belfast í kvöld í undankeppni HM. Eftir þessi úrslit og önnur úrslit í riðlinum í kvöld er ljóst að Ísland hafnar í 4. sæti riðilsins, burtséð frá því hvernig fer í Kaupmannahöfn 6. október.
Íslenska liðið lék vel í fyrr hálfleik, vörnin var sterk og heimamenn fundu engar glufur, á meðan okkar menn gerðu sig líklega til að taka völdin í leiknum. Í upphafi síðari hálfleiks stóð ekki steinn yfir steini í íslenska liðinu og N.-Írar röðuðu inn þremur mörkum á fyrstu 15 mínútunum. Þeir grænklæddu fengu nokkur góð færi til að bæta við forystuna en tókst ekki, og Íslendingar fengu að sama skapi tvö sannkölluð dauðafæri sem ekki voru nýtt.
.jpg?proc=760)


.jpg?proc=760)




.jpg?proc=760)
