Gylfi dæmir í Hollandi
Gylfi Þór Orrason, milliríkjadómari, mun dæma vináttuleik U21 landsliða Hollands og Spánar, sem fram fer á Vast & Goed leikvanginum í Roosendaal í Hollandi 26. mars næstkomandi. Þessar þjóðir eru án nokkurs vafa meðal sterkustu knattspyrnuþjóða í Evrópu og munu eflaust margir af efnilegustu leikmönnum beggja þjóða taka þátt í leiknum. Aðstoðardómarar í leiknum verða þeir Einar Guðmundsson og Einar Sigurðsson.





.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)

