Hópurinn gegn Ítölum
Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt hvaða leikmenn það verði sem mæti Ítölum í lokaleik Íslands í undankeppni HM 2003. Leikurinn fer fram á Sardiníu laugardaginn 8. júní næstkomandi og hefst hann kl. 16:00 að íslenskum tíma. Edda Garðarsdóttir fékk áminningu í leiknum gegn Spánverjum á dögunum og er í leikbanni gegn Ítalíu. Íslenska liðinu nægir jafntefli til að komast áfram í keppninni.

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






