U19 karla - Tap í fyrsta leik
U19 landslið karla tapaði í dag fyrsta leik sínum í undankeppni EM sem fram fer í Slóveníu, en mótherjarnir voru Júgóslavar, sem sigruðu 3-1. Tveir leikmanna Júgóslavíu fengu að líta rauða spjaldið og einn Íslendingur, Jóhann Helgason. Júgóslavía náði þriggja marka forystu áður en Magnús Már Þorvarðarson minnkaði muninn fyrir Ísland á 90. mínútu. Næsta umferð fer fram á miðvikudag og þá mæta okkar piltar Slóvenum.

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






