Tvær breytingar á landsliðshópnum
KSÍ hefur orðið við beiðni Lokeren um að Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson fái frí frá landsleiknum gegn Eistlandi miðvikudaginn 20. nóvember en Lokeren á mikilvægan leik gegn Anderlecht í belgísku deildinni föstudaginn 22. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, hefur valið Helga Kolviðsson og Atla Svein Þórarinsson í hópinn í þeirra stað.


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





