A landslið karla leikur gegn Finnlandi
Ákveðið hefur verið að A landslið karla muni leika vináttulandsleik gegn Finnum 29. apríl næstkomandi. Leikið verður í Finnlandi en þetta verður fyrsti leikur þjóðanna á finnskri grund í rúmlega 20 ár. Alls hafa þjóðirnar mæst 9 sinnum, síðast á Norðurlandamótinu á La Manga í febrúar 2000 en þá unnu Íslendingar 1-0.

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






