Haukur Ingi í hópinn í stað Arnars
Arnar Gunnlaugsson er meiddur og verður því ekki í landsliðshópnum gegn Færeyingum í undankeppni EM í dag, laugardag. Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari, hefur kallað á Hauk Inga Guðnason, leikmann Fylkis, í hópinn í stað Arnars. Arnar verður hins vegar að öllum líkindum með í leiknum gegn Litháen á miðvikudag.

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






