Úrtökumót KSÍ 2003
Árlegt úrtökumót KSÍ fer fram að Laugarvatni 8. - 10. ágúst næstkomandi. Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir 1988, þ.e. á yngra ári í 3. flokki karla. Fyrirkomulag úrtökumótsins er með þeim hætti að valdir eru rúmlega 60 leikmenn sem skipt er í 4 hópa/lið sem leika hvert gegn öðru ásamt því að stunda æfingar. Samhliða þessu fer fram hæfileikamótun ungra dómara og munu þeir m.a. sjá um dómgæslu á mótinu.

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






