Fyrri viðureignir við þýsk landslið
Á laugardag mætir Ísland Þýskalandi í undankeppni EM og er það í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið mætir sameinuðu liði Þýskalands. Þrisvar sinnum hefur liðið mætt Vestur-Þýskalandi og Austur-Þýskalandi 13 sinnum. Leikurinn á laugardag er á Laugardalsvelli, hefst kl. 17:30 og er í beinni útsendingu á RÚV. Uppselt var á leikinn fyrir nokkru síðan.

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






