Þjóðverjar til Portúgals og Skotar í umspil
|
Þýskaland sigraði Ísland 3-0 í lokaumferð 5. riðils í undankeppni EM 2004, en leikið var í Hamburg í Þýskalandi. Íslenska liðið lék vel á köflum í leiknum og náði að skapa sér nokkur góð færi, en á heildina litið voru Þjóðverjarnir sterkari, þó sigur þeirra hafi kannski verið heldur stór. Skotar náðu að sigra Litháa 1-0 í Glasgow og tryggðu sér þar með sæti í umspili á kostnað Íslendinga. Ísland hafnaði í 3. sæti riðilsins með 13 stig. |

.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)






