Þrír bræður í byrjunarliðinu
Ljóst er að vináttulandsleikur Íslands og Albaníu verður í það minnsta sögulegur að einu leyti. Í byrjunarliði Íslands verða þrír bræður, þeir Bjarni, Jóhannes Karl og Þórður, synir Guðjóns Þórðarsonar fyrrverandi landsliðsþjálfara. Þetta hefur einungis gerst einu sinni áður í sögu landsliðsins, þegar þeir Bjarni, Hörður og Gunnar Felixsynir léku saman gegn áhugamannaliði Englendinga í London í september 1963.


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





