A kvenna leikur gegn Ungverjum á laugardag
|
A landslið kvenna mætir Ungverjum í undankeppni EM 2005 á laugardag. Leikurinn fer fram í Székesfehérvár í Ungverjalandi og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Frakkar virðast vera í sérflokki í riðlinum með fullt hús stiga eftir 5 leiki. Baráttan um annað sætið, sem gefur sæti í umspili, er milli Íslands og Rússlands og ef okkar stúlkum tekst að leggja Ungverjana eru þær í mjög góðri stöðu þar sem þær eiga þá eftir tvo heimaleiki, gegn Frökkum og Rússum. |


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





