Elín Anna í hópinn í stað Írisar
|
Helena Ólafsdóttir, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið Elínu Önnu Steinarsdóttur, leikmann ÍBV, í landshópinn gegn Frökkum í undankeppni EM, í stað Írisar Andrésdóttur. Íris fékk sitt annað gula spjald i keppninni gegn Ungverjum á laugardag og er því í leikbanni gegn Frökkum, en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli næstkomandi miðvikudag og hefst kl. 17:00. |


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





