"Íslendingur" í finnska liðinu
|
Krökkunum á Dalvík brá heldur betur í brún þegar þau vildu fá eiginhandaráritanir frá leikmönnum finnska liðsins eftir leik Finnlands og Bandaríkjanna á NM U21 kvenna. Einn leikmannanna mælti á íslensku. Í finnska liðinu er nefnilega leikmaður sem er hálfur Íslendingur, á íslenska móður og finnskan föður. Hún heitir Lotta Vartia og er varnarmaður hjá HJK í Helsinki. |


.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)





